sunnudagur, febrúar 29, 2004
HLAUPÁR!!!
Já í dag er stórmerkilegur dagur... og mjög skrítinn því hann skítur víst bara upp kollinum á 4. ára fresti, hann er greinilega með einhverja félagsfælni eða eitthvað, annars er ég frekar á móti þessum degi því að hann setur mars mánuð alveg úr skorðum, allir dagarnir færast aftar, og þar sem ég á afmæli 20. mars þá þarf ég að bíða einum degi meira eftir afmælisdeginum mínum, og hvað þá Sveini og Gunni bróðir sem eiga afmæli á morgun, þann fyrsta.
En annars var það kvöldið í gær sem að við Aron og Sveini gerðum okkur glaðan dag (já eða kvöld) og ákváðum að skoða mannlíf undirheimaborgarinnar ógurlegu. Við byrjuðum rólega því að við vildum ekki láta of mikið á okkur bera í fyrstu og var stefnan tekinn á Ruby Thuesday, eftir að við höfum heilsað aðeins upp á Ruby var hafist við snæðing sem að þessu sinni var gómsæt og safarík Hickory Chicken Sandwich... uuhhmmmm. Okkur fannst vissara að hafa að hafa Ms. G með okkur til að þekkjast ekki. Eftir matinn var svo aftur haldið á Sveinakoti til að fara betur yfir planið. Þar voru ég og Bergur ansi nánir og fórum við vel yfir alla þætti. Næsti áfangastaður sem var fyrir barðinu var Öskjuhlíðin og náðum við að lauma okkur inní Keiluhöllina nánast óséðir, og þar voru við dulbúnir í keiluskóm, þar var fyrsta verkefnið niðurkomið, eða Diskókeila... og þar var enginn smá hasar og þurfti að marg skipta um keilur sökum stórskotahríðar frá þríeikinu ógurlega. Eftir fyrstu umferð stóð ég sjálfur uppi sem sigurvegari, þótt svo að Sveini hafi gert heiðarlega tilraun að vinna en taugarnar fóru með hann í lokaskotinu. Eftir þetta sá ég ekki tilgang að spila af fullum krafti í annari umferðinni, en þá náði Aron að sigra með naumindum og enn og aftur var það Sveini sem gerði atlögu að fyrsta sætinum í lokaskotinu en skapið fór með hann og ekkert gekk... Tölurnar tala þó sýnu máli
Einar – 119 – 74
Sveini – 118 – 76
Aron – 79 – 79
En þá var ferðinni heitið á mun fjölmennari stað, en á þeim tímapunkti yfirgaf Sveini okkur og lét okkur Aron um restina af kvöldinu enda fáum öðrum treystandi fyrir verkefninu. En greinilega var okkur veitt eftirtekt og ekki frá góðum aðilum, en vegna lélegs fjarskiptabúnaðs óvinanna þá sluppum við við skrekkinn enda atvinnumenn á ferð. Því að rétt áður en að við komumst down town þá var framinn hrottaleg árás á bílinn fyrir framan okkur, en eitthvað höfðu þeir ruglast á litum því bíllinn sem var fyrir framan okkur var grár Golf, við vorum á bláum Golf. Bíll ódæðismannanna keyrði svo upp munaði inn í hinn bílinn að glerbrot flugu langar leiðir að elstu menn muna ekki annað eins. Greinilegt að menn virða ekki stöðvunarskyldu. Eftir þetta gátum við Aron haldið ferð okkar óáreittir að mestu.
Stefnan tekinn á Glaumbar, leit ágætlega út og virtist allt með feldu, eftir það fórum á Amsterdam, þar var frekar döpur stemning og eitthvað rútusöngbókaband að spila... sýndist þetta vera söngvarinn í Sixties sem söng með þeim, þannig að við stöldruðum ekki lengi við þar... fórum yfir götuna og pössuðum okkur vel á öllum ökuníðingum. Café Viktor lá vel við höggi þegar yfir götuna var komið, en frekar sveitt stemmning þar og allt fullt af gömlu og skældu fólki. Lækjartorgið tók næst við og ráfuðum þar dágóða stund, ákváðum að stytta okkur leið í gegnum Kaffi Austurstræti í von um að hitta Lalla Johns en hann var hvergi sjáanlegur innan um annarlega ástatt fólkið þar inni og drifum okkur út um hinn endann, hófst þá löng ganga upp Bankastrætið, með smá innliti/útliti í Hressingarskálann. Og áfram héldum við upp Laugarveginn og var kominn tilvalinn tími á fara loks í einhverja biðröð, og var bilröðin á Felix ágætis kostur, þegar inn var komið áttaði ég mig á því að ég hafði verið þarna áður en þá hét staðurinn Sportkaffi og Moonboots voru þá að spila og skemmti ég mér mjög vel þá. Stemmingin var fín á Felix og hefði alveg getað sest þar að. En tíminn var skammur og í millitíðinni áður en við fórum inná Ellefuna kíktum við sem snöggvast inná Nellý’s en jafnsnökkt út aftur, nenntum bara ekki að hanga þar með Skyldi. Já Ellefan var næst og þar hittum við okkar fyrsta bandmann, en þar var staddur Sveinbjörn nokkur Hafsteinsson (eða bara Svenni) og lét hann vel að innliti okkar og var hinn hressasti, en hann hafði þá nýlega rótburstað einhvern bjórdrykkjumanninn í Fússball. Eftir gott skjall þar kvöddum við Svenna og þeystum út sökum súrefnisskorts. Þá var komið að biðröð aftur og áður en komumst í hana hittum við hina og þessa, m.a. Hrefnu Dögg og Valla og voru þau í góðum fíling, en það var ekki mikill tími í kjaftagang því að biðröðin á Sólon var sífellt að lengast og ekki senna vænna og skella sér í hana, en hún gekk nokkuð smurt fyrir sig og fyrr en varir vorum við komnir inn. Þar var stappað eins og á nánast öllum þeim stöðum sem við höfðum komið við á, stemmarinn var fínn og Svali sá um að fólkið dansaði. Og þar hittum við einmitt okkar síðari bandmann, en það var hann Jón Ólafur Jónsson (eða bara Nonni eins og ég kýs að kalla hann) urðu þar ágætis fangaðarfundir enda kominn langur tími síðan við áttum fund. En hins vegar voru menn eitthvað pirraðir þar inni og hófu að lemja á hvor öðrum, en sem betur fer voru þar sérþjálfaðir slagsmálaslökkvarar þannig ekkert varð úr bardaga kvöldsins og allir gátu haldið sinni iðju áfram, hver sú sem hún var. Við sögðum skilið við Nonna, en hann átti þó eftir að koma síðar við sögu, og hröðuðum okkur út. Ekki leið langur tími þangað til að við værum komnir í enn eina röðina og þessu sinni fyrir utan Vegamót, komumst klakklaust þar inn. Einhvernveginn er þessi staður alltof þröngur fyrir mig og maður þyrfti að sleikja veggina til að komast framhjá fólki, en DJ Sóley var samt í góðum fíling sem sólheimaglottið sitt. Jóhannes Ásbjörnsson (Jói í 70 mín. og Idol) virtist allavega skemmta sér vel þar. Eftir þetta var orðinn lítill tími eftir þannig að við létum Hverfisbarinn alveg eftir afskiptalausan. Og kíktum hins vegar aftur á Glaumbar bara til að vera vissir...
Eftir einu pulsu á mann var verkinu lokið og hófst þá leit að Taxa (eða leigubíl) og þá hittum við aftur hann Nonna og sagðist ætla að koma með okkur í Taxa en ætlaði bara að fá sér enn Halim Al bita (Kebab). Þegar við loks fengum Taxa, eftir mikla baráttu við einhverja stelpukind. Bílstjórinn virtist hins vegar ekki vera eldri en 15 ára, en hann stóð sig samt sem áður ágætlega. Leiðinni var heitið aftur til Sveinakots og lögðumst við Aron þar til hvílu og það sem gerðist eftir það skal ósagt látið og lýkur hér með þessari ferðasögu...
Og núna er ég farinn að horfa á Óskarinn, það eru allir mættir eins sjá má hér... takk og bless!









p.s. til hamingu með afmælið allir sem eiga afmæli á þessu hlaupársdegi
Lag dagsins: Liam Lynch - Still Wasted From the Party Last Night
Já í dag er stórmerkilegur dagur... og mjög skrítinn því hann skítur víst bara upp kollinum á 4. ára fresti, hann er greinilega með einhverja félagsfælni eða eitthvað, annars er ég frekar á móti þessum degi því að hann setur mars mánuð alveg úr skorðum, allir dagarnir færast aftar, og þar sem ég á afmæli 20. mars þá þarf ég að bíða einum degi meira eftir afmælisdeginum mínum, og hvað þá Sveini og Gunni bróðir sem eiga afmæli á morgun, þann fyrsta.
En annars var það kvöldið í gær sem að við Aron og Sveini gerðum okkur glaðan dag (já eða kvöld) og ákváðum að skoða mannlíf undirheimaborgarinnar ógurlegu. Við byrjuðum rólega því að við vildum ekki láta of mikið á okkur bera í fyrstu og var stefnan tekinn á Ruby Thuesday, eftir að við höfum heilsað aðeins upp á Ruby var hafist við snæðing sem að þessu sinni var gómsæt og safarík Hickory Chicken Sandwich... uuhhmmmm. Okkur fannst vissara að hafa að hafa Ms. G með okkur til að þekkjast ekki. Eftir matinn var svo aftur haldið á Sveinakoti til að fara betur yfir planið. Þar voru ég og Bergur ansi nánir og fórum við vel yfir alla þætti. Næsti áfangastaður sem var fyrir barðinu var Öskjuhlíðin og náðum við að lauma okkur inní Keiluhöllina nánast óséðir, og þar voru við dulbúnir í keiluskóm, þar var fyrsta verkefnið niðurkomið, eða Diskókeila... og þar var enginn smá hasar og þurfti að marg skipta um keilur sökum stórskotahríðar frá þríeikinu ógurlega. Eftir fyrstu umferð stóð ég sjálfur uppi sem sigurvegari, þótt svo að Sveini hafi gert heiðarlega tilraun að vinna en taugarnar fóru með hann í lokaskotinu. Eftir þetta sá ég ekki tilgang að spila af fullum krafti í annari umferðinni, en þá náði Aron að sigra með naumindum og enn og aftur var það Sveini sem gerði atlögu að fyrsta sætinum í lokaskotinu en skapið fór með hann og ekkert gekk... Tölurnar tala þó sýnu máli
Einar – 119 – 74
Sveini – 118 – 76
Aron – 79 – 79
En þá var ferðinni heitið á mun fjölmennari stað, en á þeim tímapunkti yfirgaf Sveini okkur og lét okkur Aron um restina af kvöldinu enda fáum öðrum treystandi fyrir verkefninu. En greinilega var okkur veitt eftirtekt og ekki frá góðum aðilum, en vegna lélegs fjarskiptabúnaðs óvinanna þá sluppum við við skrekkinn enda atvinnumenn á ferð. Því að rétt áður en að við komumst down town þá var framinn hrottaleg árás á bílinn fyrir framan okkur, en eitthvað höfðu þeir ruglast á litum því bíllinn sem var fyrir framan okkur var grár Golf, við vorum á bláum Golf. Bíll ódæðismannanna keyrði svo upp munaði inn í hinn bílinn að glerbrot flugu langar leiðir að elstu menn muna ekki annað eins. Greinilegt að menn virða ekki stöðvunarskyldu. Eftir þetta gátum við Aron haldið ferð okkar óáreittir að mestu.
Stefnan tekinn á Glaumbar, leit ágætlega út og virtist allt með feldu, eftir það fórum á Amsterdam, þar var frekar döpur stemning og eitthvað rútusöngbókaband að spila... sýndist þetta vera söngvarinn í Sixties sem söng með þeim, þannig að við stöldruðum ekki lengi við þar... fórum yfir götuna og pössuðum okkur vel á öllum ökuníðingum. Café Viktor lá vel við höggi þegar yfir götuna var komið, en frekar sveitt stemmning þar og allt fullt af gömlu og skældu fólki. Lækjartorgið tók næst við og ráfuðum þar dágóða stund, ákváðum að stytta okkur leið í gegnum Kaffi Austurstræti í von um að hitta Lalla Johns en hann var hvergi sjáanlegur innan um annarlega ástatt fólkið þar inni og drifum okkur út um hinn endann, hófst þá löng ganga upp Bankastrætið, með smá innliti/útliti í Hressingarskálann. Og áfram héldum við upp Laugarveginn og var kominn tilvalinn tími á fara loks í einhverja biðröð, og var bilröðin á Felix ágætis kostur, þegar inn var komið áttaði ég mig á því að ég hafði verið þarna áður en þá hét staðurinn Sportkaffi og Moonboots voru þá að spila og skemmti ég mér mjög vel þá. Stemmingin var fín á Felix og hefði alveg getað sest þar að. En tíminn var skammur og í millitíðinni áður en við fórum inná Ellefuna kíktum við sem snöggvast inná Nellý’s en jafnsnökkt út aftur, nenntum bara ekki að hanga þar með Skyldi. Já Ellefan var næst og þar hittum við okkar fyrsta bandmann, en þar var staddur Sveinbjörn nokkur Hafsteinsson (eða bara Svenni) og lét hann vel að innliti okkar og var hinn hressasti, en hann hafði þá nýlega rótburstað einhvern bjórdrykkjumanninn í Fússball. Eftir gott skjall þar kvöddum við Svenna og þeystum út sökum súrefnisskorts. Þá var komið að biðröð aftur og áður en komumst í hana hittum við hina og þessa, m.a. Hrefnu Dögg og Valla og voru þau í góðum fíling, en það var ekki mikill tími í kjaftagang því að biðröðin á Sólon var sífellt að lengast og ekki senna vænna og skella sér í hana, en hún gekk nokkuð smurt fyrir sig og fyrr en varir vorum við komnir inn. Þar var stappað eins og á nánast öllum þeim stöðum sem við höfðum komið við á, stemmarinn var fínn og Svali sá um að fólkið dansaði. Og þar hittum við einmitt okkar síðari bandmann, en það var hann Jón Ólafur Jónsson (eða bara Nonni eins og ég kýs að kalla hann) urðu þar ágætis fangaðarfundir enda kominn langur tími síðan við áttum fund. En hins vegar voru menn eitthvað pirraðir þar inni og hófu að lemja á hvor öðrum, en sem betur fer voru þar sérþjálfaðir slagsmálaslökkvarar þannig ekkert varð úr bardaga kvöldsins og allir gátu haldið sinni iðju áfram, hver sú sem hún var. Við sögðum skilið við Nonna, en hann átti þó eftir að koma síðar við sögu, og hröðuðum okkur út. Ekki leið langur tími þangað til að við værum komnir í enn eina röðina og þessu sinni fyrir utan Vegamót, komumst klakklaust þar inn. Einhvernveginn er þessi staður alltof þröngur fyrir mig og maður þyrfti að sleikja veggina til að komast framhjá fólki, en DJ Sóley var samt í góðum fíling sem sólheimaglottið sitt. Jóhannes Ásbjörnsson (Jói í 70 mín. og Idol) virtist allavega skemmta sér vel þar. Eftir þetta var orðinn lítill tími eftir þannig að við létum Hverfisbarinn alveg eftir afskiptalausan. Og kíktum hins vegar aftur á Glaumbar bara til að vera vissir...
Eftir einu pulsu á mann var verkinu lokið og hófst þá leit að Taxa (eða leigubíl) og þá hittum við aftur hann Nonna og sagðist ætla að koma með okkur í Taxa en ætlaði bara að fá sér enn Halim Al bita (Kebab). Þegar við loks fengum Taxa, eftir mikla baráttu við einhverja stelpukind. Bílstjórinn virtist hins vegar ekki vera eldri en 15 ára, en hann stóð sig samt sem áður ágætlega. Leiðinni var heitið aftur til Sveinakots og lögðumst við Aron þar til hvílu og það sem gerðist eftir það skal ósagt látið og lýkur hér með þessari ferðasögu...
Og núna er ég farinn að horfa á Óskarinn, það eru allir mættir eins sjá má hér... takk og bless!









p.s. til hamingu með afmælið allir sem eiga afmæli á þessu hlaupársdegi
Lag dagsins: Liam Lynch - Still Wasted From the Party Last Night
laugardagur, febrúar 28, 2004
And the Oscar Goes To...

Hmmm, skemmtileg tilviljun að sjá þig hér... allavega þá var ég aðeins á spá og spekúlera í Óskarsverðlaununum sem verða á sunnudagskvöld... alltaf jafn ömurlegar tímasettningar á þessum bandarísku uppákomnum, en jæja, ég ætlaði aðeins að spá í hverjir myndu hljóta Óskarinn ógurlega þetta árið, byggt á minni gríðarlegu kvikmynda vitneskju. Ég fer nú bara í svona helstu flokkana sem skipta máli, nenni ekki að spá um hver vinnur bestu listrænu búninga hönnun og eitthvað....
Besti leikari... ég vona að Bill Murray vinni fyrir leik sinn í LOST IN TRANSLATION, kominn tími á gamanleika, enda er Bill algjör snillingur
Besta leikkona... þá skít ég á Charlize Theron fyrir að leika raðmorðingjalessuna í MONSTER, mér fannst hún helvíti góð í þeirri mynd, og djöfull var hún ógeðslega ljót
Besta teiknimyndin... ég segi Brother Bear, ég hef sterkari tilfinningu fyrir henni heldur en Finding Nemo, en þær eru allavega mjög jafnar
Já svo held ég að Lord of the Rings - Return of the King eigi eftir að taka meiri hlutann af þessu, enda á hún það fyllilega skilið, ég verð nú bara svekktur ef hún vinnur ekki allavega 8 óskara af 11 sem hún er tilnefnd í (vona að hún taki alla til að jafna Titanic), og þar á meðal besta mynd og besti leikstjóri...
En þetta á allt eftir að koma í ljós á sunnudags nóttina, við bíðum spennt!

Hey svo eru að fara byrja á Popptíví... tamtatam Tvíhöfða teiknimyndir (svona í anda South Park) og ég hlakka til að horfa á þá steypu...
en allavega þá ég farinn núna, því að það er Boys Night Out (eins og við köllum það) í kvöld hjá mér, manninum með snákinn og manninum með svipuna, og stemmt er að því að sína þessum undirheimarottum hvernig á að parteia!!!
Lag dagsins: Andrew W.K. - Party Hard

Hmmm, skemmtileg tilviljun að sjá þig hér... allavega þá var ég aðeins á spá og spekúlera í Óskarsverðlaununum sem verða á sunnudagskvöld... alltaf jafn ömurlegar tímasettningar á þessum bandarísku uppákomnum, en jæja, ég ætlaði aðeins að spá í hverjir myndu hljóta Óskarinn ógurlega þetta árið, byggt á minni gríðarlegu kvikmynda vitneskju. Ég fer nú bara í svona helstu flokkana sem skipta máli, nenni ekki að spá um hver vinnur bestu listrænu búninga hönnun og eitthvað....
Besti leikari... ég vona að Bill Murray vinni fyrir leik sinn í LOST IN TRANSLATION, kominn tími á gamanleika, enda er Bill algjör snillingur
Besta leikkona... þá skít ég á Charlize Theron fyrir að leika raðmorðingjalessuna í MONSTER, mér fannst hún helvíti góð í þeirri mynd, og djöfull var hún ógeðslega ljót
Besta teiknimyndin... ég segi Brother Bear, ég hef sterkari tilfinningu fyrir henni heldur en Finding Nemo, en þær eru allavega mjög jafnar
Já svo held ég að Lord of the Rings - Return of the King eigi eftir að taka meiri hlutann af þessu, enda á hún það fyllilega skilið, ég verð nú bara svekktur ef hún vinnur ekki allavega 8 óskara af 11 sem hún er tilnefnd í (vona að hún taki alla til að jafna Titanic), og þar á meðal besta mynd og besti leikstjóri...
En þetta á allt eftir að koma í ljós á sunnudags nóttina, við bíðum spennt!

Hey svo eru að fara byrja á Popptíví... tamtatam Tvíhöfða teiknimyndir (svona í anda South Park) og ég hlakka til að horfa á þá steypu...
en allavega þá ég farinn núna, því að það er Boys Night Out (eins og við köllum það) í kvöld hjá mér, manninum með snákinn og manninum með svipuna, og stemmt er að því að sína þessum undirheimarottum hvernig á að parteia!!!
Lag dagsins: Andrew W.K. - Party Hard
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Gott fólk... nú er rétti tíminn til að fara í kapal, þið munuð ekki sjá eftir því...

Annars var það nú Levi Strauss sem fæddist þennan dag fyrir 175 árum, en hann fattaði einmitt upp á Levi's gallabuxunum margfrægu, en hann deilir þessum degi meðal annars með tónlistarmönnunum Fats Domino, Erykah Badu, Johnny Cash og Michael Bolton...
Annars var það ekkert meira sem ég vildi segja að þessu sinni, skemmtið ykkur vel í kaplinum!
Lag dagsins: Fats Domino - Blueberry Hill

Annars var það nú Levi Strauss sem fæddist þennan dag fyrir 175 árum, en hann fattaði einmitt upp á Levi's gallabuxunum margfrægu, en hann deilir þessum degi meðal annars með tónlistarmönnunum Fats Domino, Erykah Badu, Johnny Cash og Michael Bolton...
Annars var það ekkert meira sem ég vildi segja að þessu sinni, skemmtið ykkur vel í kaplinum!
Lag dagsins: Fats Domino - Blueberry Hill
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
ÖSKUDAGUR!!!
Upp er runninn Öskudagur
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn, gleðileg jól.
Úmbarassa úmbarassa.......
Já það er greinilega ekki sama Sigurjón og séra Sigurjón... fyrst að Öskudagurinn var í dag þá ákvað ég að æfa upp nokkur gömul og góð lög, t.d. eins og "Smoke on the Water" og "Boom Boom Boom Boom, I Wan't You In My Room" og fleiri slagara og fara um bæinn og reyna að græða svolítið á þessum árlega sið. Ég fór útá bensínstöð, ég fór í Ríkið, ég fór í Nettó en það eina sem ég fékk var gamalt Prins Póló (þetta gamla góða) í Axelsbúð, þeir eiga víst fullann lager af þessu. Það var bara hlegið af mér á flest öllum stöðum, þó aðallega í bankanum og þau spurðu mig hvar ég hefði fengið þennan fáránlega búning (ég var ekki einu sinni í búning, var bara í mínum venjulegu fötum!!!) Svo sá maður þessa krakka útum allan bæ, búnir að krassa framan í sig og ég veit ekki hvað, með drekkhlaðnar ferðatöskur af allskyns varningi. Þessi dagur er greinilega fundinn upp af sjoppueigendum, því þetta er eina leiðin fyrir þá að losa sig útrunnið og ónýtt nammi. Þetta er ekkert annað en misrétti og það á háu stigi! Þetta fer sko í blöðin!
Annars er það að frétta af Siggu að hún er kominn heim eftir aðgerðina og allt gekk þokkalega vel fyrir sig, en hún búin að vera meira og minna sofandi síðan að hún kom heim, þannig að ekki hafa hátt! já ekki MÚKK!
Svo svona svolítið í lokin... ég hef ákveðið að velja Aula dagsins... en það er þessi maður hér!
Og bítillinn George Harrison hefði orðið 61 árs í dag hefði hann lifað, en hann dó úr krabbameini 29. nóvember 2001.

Lag dagsins: George Harrison - Got My Mind Set On You
Upp er runninn Öskudagur
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn, gleðileg jól.
Úmbarassa úmbarassa.......
Já það er greinilega ekki sama Sigurjón og séra Sigurjón... fyrst að Öskudagurinn var í dag þá ákvað ég að æfa upp nokkur gömul og góð lög, t.d. eins og "Smoke on the Water" og "Boom Boom Boom Boom, I Wan't You In My Room" og fleiri slagara og fara um bæinn og reyna að græða svolítið á þessum árlega sið. Ég fór útá bensínstöð, ég fór í Ríkið, ég fór í Nettó en það eina sem ég fékk var gamalt Prins Póló (þetta gamla góða) í Axelsbúð, þeir eiga víst fullann lager af þessu. Það var bara hlegið af mér á flest öllum stöðum, þó aðallega í bankanum og þau spurðu mig hvar ég hefði fengið þennan fáránlega búning (ég var ekki einu sinni í búning, var bara í mínum venjulegu fötum!!!) Svo sá maður þessa krakka útum allan bæ, búnir að krassa framan í sig og ég veit ekki hvað, með drekkhlaðnar ferðatöskur af allskyns varningi. Þessi dagur er greinilega fundinn upp af sjoppueigendum, því þetta er eina leiðin fyrir þá að losa sig útrunnið og ónýtt nammi. Þetta er ekkert annað en misrétti og það á háu stigi! Þetta fer sko í blöðin!
Annars er það að frétta af Siggu að hún er kominn heim eftir aðgerðina og allt gekk þokkalega vel fyrir sig, en hún búin að vera meira og minna sofandi síðan að hún kom heim, þannig að ekki hafa hátt! já ekki MÚKK!
Svo svona svolítið í lokin... ég hef ákveðið að velja Aula dagsins... en það er þessi maður hér!
Og bítillinn George Harrison hefði orðið 61 árs í dag hefði hann lifað, en hann dó úr krabbameini 29. nóvember 2001.

Lag dagsins: George Harrison - Got My Mind Set On You
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
SPRENGJIDAGUR!!!
Og sigurvegarinn er... Sindri Birgisson, þú hefur verið valinn afmælisbarn dagsins!! til hamingju með daginn, nú ertu orðinn 24 ára, þann 24. febrúar... sniðugt :)
Annars hef ég ekki mikinn tíma, því að Paradise Hotel er að byrja og því má maður ekki missa af sko... bús og beibur það verður ekki betra!
Saltkjöt og baunir... túkall!
Lag dagsins: Muse - Megalomania
Og sigurvegarinn er... Sindri Birgisson, þú hefur verið valinn afmælisbarn dagsins!! til hamingju með daginn, nú ertu orðinn 24 ára, þann 24. febrúar... sniðugt :)

Annars hef ég ekki mikinn tíma, því að Paradise Hotel er að byrja og því má maður ekki missa af sko... bús og beibur það verður ekki betra!
Saltkjöt og baunir... túkall!
Lag dagsins: Muse - Megalomania
mánudagur, febrúar 23, 2004
BOLLUDAGUR!!!
Jæja allir orðnir að minnsta kosti 5 kg þyngri eftir daginn af öllu bolluátinu, djöfulsins græðgi í einni þjóð... en það er nú allt í lagi...

Annars hef ég ekkert að segja meira, er bara að pæla í að fara að sofa snemma, það er víst krafa vinnuveitandans að maður mæti á réttum tíma í vinnuna, pfff eru þetta einhverjar nýjar reglur...
Bæbæ... bolla, bolla, bolla, bolla!!!
Lag dagsins: Queen - Fat Bottomed Girls
Jæja allir orðnir að minnsta kosti 5 kg þyngri eftir daginn af öllu bolluátinu, djöfulsins græðgi í einni þjóð... en það er nú allt í lagi...

Annars hef ég ekkert að segja meira, er bara að pæla í að fara að sofa snemma, það er víst krafa vinnuveitandans að maður mæti á réttum tíma í vinnuna, pfff eru þetta einhverjar nýjar reglur...
Bæbæ... bolla, bolla, bolla, bolla!!!
Lag dagsins: Queen - Fat Bottomed Girls
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Gleðilegan Konudag kæru konur!!
Ohh say can you see... og allt það sko, Dollaramaðurinn (George Washington) á afmæli í dag er hvorki meira né minna en 272 ára, en hann var einmitt fyrsti forseti Bandaríkjanna á árunum 1789-1797, merkur maður það!

Svo fæddist nú líka stærsti maður í heimi á þessum degi, Robert Wadlow, en hann dó nú 1940 aðeins 22 ára gamall, en hann hefði orðið 86 ára í dag (og sennilega orðinn 8 metrar) en var 272 cm á hæð (úffff)

já krakkar mínir svona er maður nú fullur af fróðleik... ha þetta hefði ykkur aldrei grunað en svona er þetta bara... Hehehe þetta minnir mig á The Office þáttinn sem ég horfði á í gær (með spurningakeppninni) þegar gaurinn fór alltaf í miðju samtali og leitaði af upplýsingum á netinu og kom svo aftur og fór að tala áfram við hinn gaurinn og þóttist vita voða mikið en vissi samt ekkert í sinn haus! algjör snilld, allavega kannski ekki eins fyndið að lesa þetta, en þetta var mjög fyndið...
Annars gerði maður nú voða lítið um helgina, verð að viðurkenna að ég var frekar slappur í djamminu, aldurinn er sennilega að færast yfir mann eða eitthvað, fékk mér bara einn bjór með matnum sem við borðuðum heima hjá Snorra og Ínu, heví góður kjúlli þar á ferð. Þannig að þetta er nú öll drykkju sagan mín þessa helgina, en ég mun bæta þetta upp síðar það er alveg á hreinu, tvö staffapartý framundan og sona þannig þetta er allt í lagi. Svo núna í dag rokkaði maður feitt á æfingu, nýtt lag að fæðast og önnur að klárast þannig að þetta er allt á réttri leið... svo er það nottla hið alræmda kaffiboð sem að Sigga er að halda fyrir vinkonur sínar í kvöld, þannig að það er betra að vara sig að vera ekki troðinn undir í kökuátinu hjá stelpunum!!
Jæja þetta gengur ekki... bless
Lag dagsins: U2 - Sunday Bloody Sunday
Ohh say can you see... og allt það sko, Dollaramaðurinn (George Washington) á afmæli í dag er hvorki meira né minna en 272 ára, en hann var einmitt fyrsti forseti Bandaríkjanna á árunum 1789-1797, merkur maður það!

Svo fæddist nú líka stærsti maður í heimi á þessum degi, Robert Wadlow, en hann dó nú 1940 aðeins 22 ára gamall, en hann hefði orðið 86 ára í dag (og sennilega orðinn 8 metrar) en var 272 cm á hæð (úffff)

já krakkar mínir svona er maður nú fullur af fróðleik... ha þetta hefði ykkur aldrei grunað en svona er þetta bara... Hehehe þetta minnir mig á The Office þáttinn sem ég horfði á í gær (með spurningakeppninni) þegar gaurinn fór alltaf í miðju samtali og leitaði af upplýsingum á netinu og kom svo aftur og fór að tala áfram við hinn gaurinn og þóttist vita voða mikið en vissi samt ekkert í sinn haus! algjör snilld, allavega kannski ekki eins fyndið að lesa þetta, en þetta var mjög fyndið...
Annars gerði maður nú voða lítið um helgina, verð að viðurkenna að ég var frekar slappur í djamminu, aldurinn er sennilega að færast yfir mann eða eitthvað, fékk mér bara einn bjór með matnum sem við borðuðum heima hjá Snorra og Ínu, heví góður kjúlli þar á ferð. Þannig að þetta er nú öll drykkju sagan mín þessa helgina, en ég mun bæta þetta upp síðar það er alveg á hreinu, tvö staffapartý framundan og sona þannig þetta er allt í lagi. Svo núna í dag rokkaði maður feitt á æfingu, nýtt lag að fæðast og önnur að klárast þannig að þetta er allt á réttri leið... svo er það nottla hið alræmda kaffiboð sem að Sigga er að halda fyrir vinkonur sínar í kvöld, þannig að það er betra að vara sig að vera ekki troðinn undir í kökuátinu hjá stelpunum!!
Jæja þetta gengur ekki... bless
Lag dagsins: U2 - Sunday Bloody Sunday
laugardagur, febrúar 21, 2004
Nú er um að gera og hafa áhrif í heiminum, því nú er hægt að kjósa um SJÖ UNDUR VERALDAR NÚTÍMANS, þannig að ég myndi ekkert vera að tvínóna við þetta því það eru aðeins 568 dagar eftir af kosningunni, KOMA SVO!

Annars var ég skoða hverjir unnu til verðlauna á Brit Awards (sem fór fram 17. febrúar síðastliðinn) og var það hljómsveitin The Darkness sem vann til flestra verðlauna, en þeir voru með bestu plötuna “Permission to Land” og voru einnig valdir besta bandið og besta rokkbandið. Einnig hlutu White Stripes titilinn besta bandið utan Bretlands. Ótrúlegt en satt þá fengu viðbjóðirnir í Busted tvö verðlaun... fyrir ógeðslegsta bandið og mesta vibba lagið (Crushed the Wedding) djöfulsins viðbjóður! En svo voru það meistarnir í Duran Duran sem hluta heiðursverðlaun að þessu sinni. Annars getiði bara tékkað á þessu hér og séð hverjir unnu tilverðlauna.
Heyrðu svo er stráka og stelpukvöld í kvöld... hmmm spurning í hvort partýið maður fer, það á allt eftir að koma í ljós...
allavega ég er farinn á hljómsveitaræfingu, bæ
Lag dagsins: Darkness - Get Your Hands Off My Woman Motherfucker!

Annars var ég skoða hverjir unnu til verðlauna á Brit Awards (sem fór fram 17. febrúar síðastliðinn) og var það hljómsveitin The Darkness sem vann til flestra verðlauna, en þeir voru með bestu plötuna “Permission to Land” og voru einnig valdir besta bandið og besta rokkbandið. Einnig hlutu White Stripes titilinn besta bandið utan Bretlands. Ótrúlegt en satt þá fengu viðbjóðirnir í Busted tvö verðlaun... fyrir ógeðslegsta bandið og mesta vibba lagið (Crushed the Wedding) djöfulsins viðbjóður! En svo voru það meistarnir í Duran Duran sem hluta heiðursverðlaun að þessu sinni. Annars getiði bara tékkað á þessu hér og séð hverjir unnu tilverðlauna.
Heyrðu svo er stráka og stelpukvöld í kvöld... hmmm spurning í hvort partýið maður fer, það á allt eftir að koma í ljós...
allavega ég er farinn á hljómsveitaræfingu, bæ
Lag dagsins: Darkness - Get Your Hands Off My Woman Motherfucker!
föstudagur, febrúar 20, 2004

Gleðilegan flöskudag! og Kurt Cobain, til hamingju með 37 ára afmælið (hvar sem þú ert...)
Jæja núna er allt að gerast, eins og sagði frá í gær að heyrst hefði að Placebo væri á leiðinni til landsins, og núna er það sem sagt staðfest að þeir munu spila í Laugardalshöllinni 7. júlí n.k. (sem er miðvikudagur samkvæmt mínum útreikningum) og þar mun maður láta sjá sig alveg pottþétt og félagi Sveinbó mun sjálfsagt ekki láta sig vanta heldur.
Aumingja Jón Ársæll (Sjálfstætt fólk), það var víst stungið á dekkin á bílnum hans í nótt, hann hringdi í Tvíhöfða í morgun og sagði eitthvað á þessa leið... helvítis djöfulsins andskotans djöfulsins helvítis djöfulsins andskotans andskotans helvítis djöfulsins helvítis helvítis andskotans djöfulsins djöfulsins helvítis... alveg magnað helvíti...
Svo vil ég aðeins minnast á auglýsinguna frá Café Mörk í Póstinum,
“80’s helgi á Mörkinni. 80’s í bland við það besta frá Diskótímabilinu ásamt því nýjasta í dag. Hver man ekki eftir lögum eins og Wake Me Up, Footloose eða Dancing Queen. DJ Fúsi verður á kantinum með rífandi stemmningu?
Ok ok... semsagt ósköp venjuleg helgi á Mörkinni... þessi lög eru alltaf þegar ég kíki á Mörkina.
Og svona rétt í lokin, horfði á The Texas Chainsaw Massacre í kvöld, þetta er alveg róóóósalegur terror horror perror, á að vera byggð á sannsögulegum atburðum, en það er víst farið ansi frjálslega með staðreyndir þarna, þannig þið þurfið ekkert að óttast þið sem hafið séð hana… þetta er reyndar endurgerð af myndinni sem var gerð árið 1974, og þá var það íslendingurinn Gunnar Hansen sem lék morðingjann (Leatherface)… síðan voru víst gerðar 2 framhaldsmyndir af henni, ætli þær verði líka endurgerðar, aldrei að vita
En allavega ég er farinn á klósettið, veriði sæl...
p.s. 29 dagar þangað til að ég á afmæli :)
Lag dagsins: Nirvana – Son of a Gun
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Jæja þá er bloggboltinn farinn að rúlla, hver veit hvar hann endar?? Allavega einu sinni sem oftar þá var ég að hlusta á útvarpið í vinnunni með svaka fína vínrauða heyrnartólaútvarpinu mínu, og var með stillt á X-ið, (var orðinn leiður á að hlusta á Lindina og ákvað að breyta aðeins til) nema hvað í dag var Franz Ferdinand dagur (semsagt lög spiluð af nýja disknum þeirra og diskar gefnir til dyggra hlustenda) ég nottla hringdi inn eins og venja er og viti menn, vann eitt stykki disk hjá honum Matta, húrra fyrir því! Og svo kom Gunni August sterkur inn seinna um daginn og vann sér inn disk líka, ekki svo slæmur árangur það.
Svo er það skúbb dagsins: ekki nóg með það að Korn, Kraftwerk og Sugarbabes hafi staðfest komu sína hingað til landsins og ætla halda hér svaka gigg, heldur eru kannski Incubus að koma og spila hér 11. júní, og að jafnvel Hundred Reasons hiti upp fyrir þá! skemmtilegt ef að þetta er nú satt, en ég sá nú einmitt Incubus á Leeds 2002 (og líka Hundred Reasons, sá þá svo aftur á Gauknum síðasta vetur, spjallaði þá einmitt við Larry gítarleikara og fékk hjá honum gítarnögl), allavega þá er mjög spennandi tónleikaár framundan ef þetta er bara byrjunin, svo hafa nöfn eins og Placebo heyrst, þannig að það er allt að gerast!
Og svona rétt í lokin þá er hérna eitt próf fyrir ykkur... (ég fékk 15 af 16 rétt)
takk fyrir mig... sælir!
Lag dagsins: Franz Ferdinand - Take Me Out
Svo er það skúbb dagsins: ekki nóg með það að Korn, Kraftwerk og Sugarbabes hafi staðfest komu sína hingað til landsins og ætla halda hér svaka gigg, heldur eru kannski Incubus að koma og spila hér 11. júní, og að jafnvel Hundred Reasons hiti upp fyrir þá! skemmtilegt ef að þetta er nú satt, en ég sá nú einmitt Incubus á Leeds 2002 (og líka Hundred Reasons, sá þá svo aftur á Gauknum síðasta vetur, spjallaði þá einmitt við Larry gítarleikara og fékk hjá honum gítarnögl), allavega þá er mjög spennandi tónleikaár framundan ef þetta er bara byrjunin, svo hafa nöfn eins og Placebo heyrst, þannig að það er allt að gerast!
Og svona rétt í lokin þá er hérna eitt próf fyrir ykkur... (ég fékk 15 af 16 rétt)
takk fyrir mig... sælir!
Lag dagsins: Franz Ferdinand - Take Me Out
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Komiði sæl
Það er ekki á hverjum degi sem að ný sjónvarpsstöð fer í loftið... enda væru þær þá orðnar ansi margar, en hins vegar koma ný blogg á hverjum degi og þetta er eitt þeirra, glænýtt og beint úr kassanum, en allt er þetta á byrjunarstigi og frekar svona amateur bragur á þessu, en án efa á þetta eftir að slá í gegn!
Takk fyrir mig, og ekki borða mold í morgunmat...
p.s. Til hamingju með afmælið í dag Robbi bróðir!
Lag dagsins: Baltimora - Tarzan Boy
Það er ekki á hverjum degi sem að ný sjónvarpsstöð fer í loftið... enda væru þær þá orðnar ansi margar, en hins vegar koma ný blogg á hverjum degi og þetta er eitt þeirra, glænýtt og beint úr kassanum, en allt er þetta á byrjunarstigi og frekar svona amateur bragur á þessu, en án efa á þetta eftir að slá í gegn!
Takk fyrir mig, og ekki borða mold í morgunmat...
p.s. Til hamingju með afmælið í dag Robbi bróðir!
Lag dagsins: Baltimora - Tarzan Boy