<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, apríl 25, 2004

Já gott fólk... enn einn sunnudagurinn að kvöldi kominn og ný vinnuviku byrjar stundvíslega í fyrramálið... en hvert var ég kominn, já miðvikudaginn síðasta (síðasta vetrardag) þá var matarklúbbskvöld í Gýpu, sem var haldið hjá Hörpu í Eskihlíðinni (Elli skrítni var ekki langt undan). þar fengum við að borða þennan fína Mexico fisk. En þar sem Olli er svo mikill undirheimahundur þá var hann búinn að redda miðum fyrir alla á Sumardjammball á Breiðvangi með hljómsveitinni Í Svörtum Fötum. Fínasta ball þar á ferðinni. Tókum svo Taxa niðrí bæ eftir ballið og heimsóttum Hlölla og fórum svo heim, eða sko við Sigga gistum hjá Olla og Svandísi. Daginn eftir vakti sólin okkur á Sumardaginn fyrsta (getur einhver nefnt mér hvenær var síðast sól á þeim degi?) Við notuðum sólina og grilluðum um kvöldið með Sveina og Guðrúnu (einskonar síðasta kvöldmáltíðin með Sveina) og þegar líða tók á kvöldið komu fleiri og við spiluðum Fimbulfamb.
Gerði ekki svo mikið um helgina... var að vinna á Breiðinni í dyrum á laugardagskvöldið, þegar Páll Óskar var að DJ-a og frítt inn, fullt hús og voða gaman, mikil fyrirferð á Sigurði en það var nú allt í góðu.

Svo flaug Sveini burt af landinu í dag og óska ég honum alls hins besta í hinni stóru Ameríku... vonandi kemur hann heim einhverntíman aftur...

Lag dagsins: Marcy Playground - Bye Bye

þriðjudagur, apríl 20, 2004

20:04 20.04 2004

Þvílík dagsetning sem er í dag gott fólk, hún er alveg hreint mögnuð... síðast þegar það var svona dagsetning þá átti ég afmæli (20.03 2003)...

Já annars var ég að skoða hvaða hljómsveitir verða á Reading/Leeds Festivalinu í ár, og mig drullu langar að fara aftur núna (ég fór sko á Leeds 2002 og þar voru bönd eins og Guns N' Roses, Weezer, Muse, Foo Fighters, White Stripes, Strokes, Ash, Incubus, Hives, Dandy Warhols, Hundred Reasons, Vines, Offspring, Prodigy, Sum 41, Goldfinger... og fullt fullt fleiri). En allavega þá er búið að tilkynna hverjir "headline-a" en svo á fullt eftir að bætast við. Þetta eru semsagt: Darkness, Green Day, Ash, White Stripes, Franz Ferdinand, Hives, Offspring, Funeral For a Friend, Lost Prophets, Vines, Placebo, Supergrass, Hundred Reasons... þannig að þetta er helvíti flottur pakki, en það er reyndar orðið löngu uppselt á Reading en ennþá til miðar á Leeds. Þetta er 27.-29. ágúst, þannig að nú er bara um að gera að vinna í Lottóinu og skella sér svo út á þetta!

Annars er það ekkert meira í bili... nema að júdensvænið Adolf Hitler er víst fæddur á þessum degi og hefði orðið 115 ára í dag, en það fór nú eins og það fór... Og svo er það súperbeibið hún Carmen Electra sem er 32 ára í dag, nokkuð nett...

Carmen Electra, grrrrr...


Lag dagsins: Probot - Red War

sunnudagur, apríl 18, 2004

Helgin sem var...

Á föstudaginn fór ég í bæinn, ásamt Siggu, Gummó og Árný og hittum þar Aron og Hörpu... við fengum okkur að borða á Pizza Hut (ég mæli með BBQ pizzunni). Eftir matinn fóru stelpurnar í leikhús (nema Árný... hún fór í eitthvað náttfatapartý held ég) og við Aron fórum og hittum Sveina, en við ætluðum að fara á Jack Live tónleika á Gauk á Stöng með Maus, Úlpu, Mammút og sænsku hiphop sveitinni Timbuktu. Við chilluðum heima hjá Sveina á meðan stelpurnar voru í leikhúsinu, við Aron fórum meðal annars í NBA Live 2004 í PS2 og ég verð að segja að ég stóð mig bara nokkuð vel í því... Uppúr miðnætti fórum við niðrá Gauk og hittum stelpurnar þar. Við þurftum ekkert að borga okkur inn, að ég og Aron höfðum fengið 6 fría miða á X-inu, og þar sparaðist nú bara 4.800 kall. Hiphoparnir í Timbuktu byrjuðu kvöldið og voru eitthvað að hiphopast, sossum ágætir. Næst spiluðu Mammút en þau unnu Músíktilraunir í ár og stóðu sig bara þokkalega miðað við aldur (en þau eru flest öll 15 ára, og máttu strangt til tekið ekki vera þarna inni...).

Úlpa á Jack Live


Svo steig Úlpan á svið og voru þeir helvíti góðir, spiluðu fullt af nýju stöffi, ásamt þeirra þekktu lögum (Dinzl og Fram að 3. degi). Flott tónleikaband.

Maus á Jack Live


Það voru svo Mausarnir sem enduðu kvöldið og gerðu þeir það með glæsibrag. Þeir tóku líka nýtt efni sem var alveg þrusugott. Eina slæma við kvöldið var að það var soldið langt, og maður var orðinn frekar lúinn að standa í hátt í 4 tíma. Eftir þetta fórum við á Nonnabita til að hitta Guðrúnu, en hún var að koma af lokahófi KKÍ og kom hún með okkur heim. Stoppuðum að sjálfsögðu í Select til að fá okkur pylsu (því þessi samloka var nottla ekki neitt...). Og fórum ég, Sigga og Gummó aftur uppá Skaga og vorum komin þangað svona um 5 leytið.

Sveini í góðum gír


Núú, á laugardagskvöldið hinsvegar þá komu Sveini og Guðrún til okkar og byrjuðum við á því að borða á Café 67 (alltaf úti að borða) fékk mér BBQ grísasamloku (voða mikið BBQ eitthvað þessa helgi) og það var mjög fínt. Þegar við komum svo heim aftur kenndi Sigga okkur eitthvað teningaspil sem heitir Mæja (eitthvað sem hún lærði útí Danmörku) og er frekar sjeikí spil sem gengur útá að ljúga að vinum sínum... en eftir smá spilerí í því þá fór fleira fólk að koma og þá var farið í Fimbulfamb, sem er ansi skondið spil (sérstaklega með bjór í hönd) Dæmi:

Prakka: "Ómagi sem dansar steppdans er að prakka..."
Grámagaflím: "Rauðmagi sem er stökkbreyttur og syndir bara afturábak..." eða "Erjur í fiskþyrpingu..."
Þekta: "Skán á mjólk, sem var tekin af notuð til að þekja tré..."

En fólk var ekki alveg að kaupa þessar útskýringar... Eftir spilið var svo meira drukkið og þá komum við Olli sem tónlistaratriði, sem var "Góða mamma" spilað á 3 bjórflöskur og vakti það gríðarlega kátínu. Svo fórum við á Mörkina, og var ágætis stemmning þar.

Ég og Árni í sjóðandi stuði


Skálað í Breezer


Silvía og Sigga að tjútta


Takk fyrir mig...

Lag dagsins: Maus - Without Caution

miðvikudagur, apríl 14, 2004



Which Band Should You Be In? by couplandesque
Your Name
Band NameSum 41
RoleGuitarist
TrademarkEmo Poster Child
Love InterestWell-Known Actor
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Lag dagsins: Sum 41 - Still Waiting

þriðjudagur, apríl 13, 2004

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU SIGGA!!!


Sigga beibí :)


Já hún er Sigga á afmæli í dag og er gellan orðin 22 ára. Og tilefni af því eldaði ég dýrindis máltíð (þótt ég segi sjálfur frá). Já ég eldaði þessa fínu nautasteik með rjómasveppasósu, kartöflubátum, maísstönglum og fersku salati, alveg hreint afbragðsmatur. Já Sigga kom heim í gær og færði mér fullt að af gjöfum. Buxur og tvær skyrtur, alveg klikkað flott. Takk kærlega fyrir mig...

Lag dagsins: Búdrýgindi - Sigga-la-fó

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega Páska!

Jæja þetta er fyrsta bloggið mitt úr sveitinni, en ég er einmitt staddur núna heima hjá mömmu og pabba og er að fara snæða páskamatinn. Og svo fékk líka þetta fína Páskaegg frá þeim. En í kvöld verður svo farið á Páskaball á Breiðinni með hinum eiturhressu strákum í hljómsveitinni Á Móti Sól. En að því tilefni er kominn heim til mín á Krókatúnið maður að nafni Pozi en hann er sjálfsagt að borða pylsurnar mínar sem ég átti í ísskápnum og búinn að drekka allan bjórinn minn líka... En allavega þá bíst ég við góðu djammi í kvöld...

P.s. Sigga kemur heim á morgun :)

Lag dagsins: Á Móti Sól - Langt fram á nótt

laugardagur, apríl 10, 2004

Við vörum við þessum myndum


Árni í fílinghmmm sílíkon...
Sigurður gerðist of ákafur við dömurnar...Guggi nettur á barnum
Palli í brennsanumSkíðaferð???
Sigurður gafst upp eftir 17 bjóra...og Gummi Valgeirs líka...


Já þetta er svona stutt syrpa frá Staffapartýinu á Breiðinni sem var núna síðast liðinn fimmtudag (Skírdag)
Gleðin hófst kl. 19:00 um kvöldið og endaði kl. 6:00 um morgunin. Eftir fordrykkinn (3-4 bjórar) var borinn fram þessi líka dýrindis matur eða eins og hann kallast á frummálinu, Gúllas. Eftir snæðinginn hófust svo skemmtiatriði sem að skemmtinefndin stóð fyrir, og kom ég þar aðeins við sögu því að mér var falið að sjá um gítarspil á meðan þau sungu, og stóð ég mig alveg hreint prýðilega, það sama er kannski ekki hægt að segja um sönginn... en nóg um það. Að loknum skemmtilatriðunum var síðan tilkynnt skemmtinefnd næsta árs, og var ég meðal annars í henni, þannig að framundan er mikil og erfið vinna. Hófst svo drykkjan fyrir alvöru og stóð langt fram á morgun og var fólk í miklum gír og glensi. Svo var farið í partý til Þulla og Guru og djamminu haldið þar áfram.

Annars gengur allt vel hér á Krókatúninu, Sigga kemur heim eftir 2 daga, og það verður nú gott að fá hana heim aftur...

Lag dagsins: Mötley Crüe - Home Sweet Home

fimmtudagur, apríl 08, 2004

SKÍRDAGUR

Já eftir smá stund fer ég á Árshátíð Breiðarinnar, og þar verður sko hellt í sig langt fram eftir morgni.... þannig að það er eitthvað sem segir mér að þetta verði ekkert svo skír dagur... Og spái ég því að Sigurður ofsaþambi verði í hópi hauslausra í kvöld þar sem þetta er hans fyrsta árshátíð (en ekki sú síðasta það er ljóst). Að sjálfsögðu mun ég reyna að ná myndum að því þegar hann byrjar að dansa uppá borðum.

Allir sem eru að fara á Sykurbollurnar (Sugababes) í kvöld skemmtið ykkur vel...

Þangað til næst...

Lag dagsins - Love Guru - 1, 2, Selfoss!

mánudagur, apríl 05, 2004



Placebo miðinn minn :)


Ég fékk fína sendingu með póstinum í dag, pakkinn komst ekki einu sinni inn um bréfalúguna. En þarna var á ferð pakki frá Xinu sem innihélt nýjasta diskinn frá Placebo sem heitir Sleeping With Ghosts (Special Edition) og líka nýja DVD diskinn frá Placebo sem heitir Soulmates Never Die - Live in Paris 2003. En þetta allt vann ég síðasta fimmtudag, góður... Svo á laugardaginn fékk ég líka afhentan Placebo miðann minn sem Sveinbó keypti handa mér, takk fyrir það.

En annars var helgin fín, náði hápunkti á laugardagskvöldið þegar ég kíkti á sambýlið og horfði þar á Söngkeppni Framhaldsskólanna og hafði þar bjór við hönd, og var það reyndar nauðsynlegt á meðan sum söngatriðin voru framin í beinni útsendingu. Stigagjöfin okkar virtist vera nokkuð góð og voru annað og þriðja sætið okkur að skapi en skólinn sem vann (man ekkert hver það var) hann var ekki að virka í þessu partýi, þannig að við fórum fljótlega á Mörkina eftir það. Það voru nú ekki margir þegar við komum en fljótlega fór fólkið að streyma inn. Stemmning var fín og voru menn hvergi nærri því að vera á þeim buxunum að hætta þegar fólk var rekið út á lokunartíma. Sjálfur tók ég hálfa gardínu með mér þegar labbaði út en hún festist í hurðinni. Sambýlið var kjörinn staður fyrir eftirpartý á þessari stundu og á röltinu þangað fæddist hin geysiskemmtilega "rugl.is" keppni hjá okkur Gummó, t.d. banka á hurðir og rúður, dansa í kringum ljósastaura, stökkva uppá rafmagnskassa (og niður aftur) og fela sig í ruslatunnum. Þegar við komumst loks á sambýlið tók átkeppnin við, og borðuðum við m.a. tómatsósu, steiktan lauk, sterkt sinnep, eldhúsbréf og tréspæni. Að lokum var keppt í hárgreiðslu keppni, og komu eyrnapinnar og hárfroða þar mikið við sögu. Að þessu loknu var spilað á gítar og sungið og sjálfsagt eitthvað fleira sem ég man ekki eftir. Þokkalegasta skemmtun, og var kannski nokkurnskonar upphitun fyrir Árshátíðina á Breiðinni (Staffapartý Breiðarinnar) sem er á Skírdag, og þá verður sko tekið á því allsvakalega...

Svo verð ég að segja ykkur að kötturinn minn er samviskulaus fjöldamorðingi... því að þegar ég kom heim í dag þá var dauð mús á gólfinu í svefnherberginu og blóðslettur hjá henni, þannig að ég á eftir að sofa með opin augu í nótt...

Og svona í lokin þá vil ég óska Sindra til hamingju með það að hafa komist í Leiklistarskólann í Danmörku. (De Danske leikskule) Til Lykke!

Lag dagsins: Modest Mouse - Float On

föstudagur, apríl 02, 2004

Heavy metal maður!

Dagur 2 runninn upp og reyndar langt kominn og enn er allt í góðu hérna þótt svo að Sigga sé í Dansksepølseland. Heyrði aðeins í henni í dag og þá var hún stödd á einhverju kaffihúsi að drekka bjór...

Metallica spilar á Íslandi 4. júlí 2004


En gott fólk, nú ætla ég að skúbba, því að Metallica er að koma til Íslands og munu spila fyrir landann þann 4. júlí (Placebo er 7. júlí). Og jafnvel að Slipknot hiti upp fyrir þá, en þeir verða að túra með þeim. Þetta er nú ekki sniðugt lengur...

Lag dagsins: Metallica - Nothing Else Matters

fimmtudagur, apríl 01, 2004

1. apríl!!! þetta er ekkert gabb...

Jæja gott fólk...
Þá er Sigga farin til Danmerkur ásamt honum Lúlla, og ætla þau að gera honum Sindra lífið leitt næstu 12 dagana. Og verður sennilega mikið um smörrebrauðs át á þeim og því skolað niður með einum (eða fleiri) öl. Þannig að nú eru það ég og Bassi sem ráðum ferðinni hérna á Krókatúninu.

Miðinn minn á Pixies :)


En já núna er það orðið klárt að ég er að fara á Pixies og Placebo tónleika... jíbbí!!! þetta verður rosalegt, og vil ég nota tækifærið og þakka honum Sveinbó fyrir að standa í röð og kaupa miðanna.

Svo eru úrslitin í körfunni byrjuð og Snæfell vann fyrsta leikinn í kvöld á móti Keflavík 80-76. Gott mál.

Lag dagsins: Placebo - Bulletproof Cupid

This page is powered by Blogger. Isn't yours?