<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 29, 2004

Hugguleg!

Hugrún Harðardóttir fegurðardrottning Íslands 2004


Já þá er það komið á hreint, það var Hugrún Harðardóttir sem hlaut titilinn fegurðardrottning Íslands 2004, en hún er 21 árs og kemur frá Selfossi (1, 2, Selfoss!!) En hún var einmitt líka fegurðardrottning Suðurlands. Ég er mjög sáttur við þessi úrslit og eftir að hafa horft á keppnina þá hélt ég með henni sko... mega beib!

Í öðru sæti var Sigrún Bender (sem mér finnst alveg skelfing!) og í því þriðja var Halldóra Rut Bjarnadóttir (mjög flott)

meira var það nú ekki gott fólk...

Ég er fegurðardrottning...

Fegurðardrottningarnar


Jú í kvöld á víst að fara fram Fegurðarsamkeppni Íslands 2004 á Broadway. Og ekkert nema gott um það að segja, þetta er fínasta sjónvarpsefni...
Það virðist ekki nein stelpa vera augljós sigurvegari, en ég ætla að spá að einhver af þessum verði ofarlega... Anna Birta, Halldóra Rut, Hugrún, Sjöfn og Steina Dröfn.

Þetta er svona mín spá, en svo er að sjá hvað gerist... við bíðum spennt!

Lag dagsins: Gunnar Þórðarsson - Tilbrigði um fegurð

fimmtudagur, maí 27, 2004

Here Comes Your Man!!!

Pixies í Kaplakrika


Já ég fór á Pixies í gærkvöldi í Kaplakrika og það var bara helvíti gaman. Þau eru spila saman núna eftir 12 ára hlé, eða síðan þau hættu árið 1992, og fannst mér þau pínulítið ryðguð en samt ekkert sem að skemmdi fyrir, enda mjög skiljanlegt eftir svona langt hlé. En þetta voru semsagt mjög fínir tónleikar sem þau héldu fyrir troðfullann Kaplakrikan.

Lag dagsins: Pixies - Debaser

sunnudagur, maí 23, 2004

Til hamingju Haffi!

Jæja góðann daginn gott fólk. Ég vil óska honum Haffa frænda (hann er sonur Bjössa bróður míns) til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn í körfubolta, en hann var að keppa með með U16 landsliðinu í Svíþjóð. Og Ísland vann einmitt Svía í úrslitunum 86-55 núna í morgun, glæsilegur árangur það. ÁFRAM ÍSLAND!

ÁFRAM ÍSLAND!


Lag dagsins: Green Day - Basket Case

laugardagur, maí 22, 2004



Whitmore


Núna ætla ég að segja ykkur frá þegar ég var kallaður á fund Hr. Hollywood og þegar hann bað mig um að taka að mér hlutverk í kvikmynd nokkurri... Allavega, þá var ég að leika (sem aukaleikari) í kvikmyndinni Guy X sem var að hluta til tekin upp hér á Íslandi, nánar tiltekið á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Myndin gerist að mestum hluta í bandrískri herstöð á Grænlandi 1979, og fjallar um hermann sem á að vera sendur til Hawaii en er einhverja hluta vegna sendur óvart til Grænlands, en það er ekki hægt að senda hann tilbaka því að það er búið að eyða öllum gögnum um að hann sé til, þannig að hann er fastur þarna... meira veit ég ekki. Það er enginn annar en stórleikarinn Jason Biggs (American Pie myndirnar), eða Biggi eins ég kýs að kalla hann, sem fer með aðalhlutverkið í þessari mynd. Aðrir leikarar eru Jeremy Northam (Gosford Park, Enigma, Happy Texas), Natascha McElhone (Killing Me Softly, The Truman Show), Michael Ironside (Top Gun, Starship Troopers), ásamt fleirum sem ég veit ekki hvað heita. Einnig leikur Hilmir Snær Guðnason í myndinni. Ég fór tvisvar til að leika (27. apríl og 4. maí) og fórum við með rútu eldsnemma um morguninn og komum heim seint að kvöldi. Veðrið var frekar leiðinlegt, mjög kalt, sem var frekar vont þegar maður þurfti að standa mjög lengi kyrr. Allir voru búningaðir upp í hermannajúníform og sumir þurftu meira að segja að fara í klippinu ef þeir voru með of mikið hár, þannig að þetta var alveg eins í hernum. Við lékum í þremur atriðum á þessum tveimur dögum, en þau taka örugglega ekki meira en samtals 5-10 mínútur í myndinni. Þegar ég segi "við" þá á ég við alla hina aukaleikarana sem voru u.þ.b. 100-150 (nenni ekki að telja þá alla upp). En sumir fengu að snerta meira en aðrir...

Greenlandia...


Seinni daginn þá áttum við að vera í strandpartý (á Grænlandi) og það var -2 C° frost, en það var þó sól (þangað til að það fór að snjóa sennipartinn.) Og það áttu allir að láta sem að það væri voða hlýtt, því sumir áttu að vera í hlýrabolum og stelpurnar á bikíni. Þeir ætla að reyna að klippa mesta horið út...
Reyndar var ég næstum búinn að slá í gegn í myndinni, þegar átti að fara taka upp atriði sem átti að gerst síðar í strandpartýinu þegar allir voru orðnir dauðadrukknir og ælandi. Því að ég átti að leika kærustupar (ásamt annari stelpu), og frægðin plasti yfir, en þá var breyting á og allir þeir sem komu með rútunni áttu að fara heim því klukkan var orðin margt. Þannig að tækifæri lífs míns var hrifsað af mér, en það kemur að því síðar...
En þetta var mjög gaman að fá að taka þátt í þessu, svo fékk maður líka smá pening fyrir þetta og skrifaði undir samning, þannig að ég sé ekkert að því að ég kalli mig atvinnuleikara. Og svona rétt í lokin þá er áætlað að myndin verði frumsýnd fljótlega á næsta ári. Þannig var nú það krakkar mínir :)



Á tökustað


P.S. ég vil óska Gummó innilega til hamingju með stúdentinn!!

Lag dagsins: Status Quo - In the Army Now

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ætli maður þurfi ekki að segja eitthvað hérna... Voða lítið að gerast þessa daganna, sumarið virðist vera að koma, alla vega þarf maður að fara slá garðinn bráðum. Já Eurovision var um síðustu helgi, og ekki unnu við Íslendingar frekar en áður heldur höfnuðum við í 19. sæti enda áttu við aldrei sjens í þessa einokun hjá Balkanskaga löndunum. Ruslana frá Úkraínu vann þetta örugglega á endanum, en sjálfur hélt ég með Póllandi en það lag varð ekki ofarlega á stigatöflunni frekar en aðrar vestrænar þjóðir. En þetta er nú alltaf hin fínasta skemmtun og góð ástæða fyrir því að detta í það. (Hvenær ætla Færeyjar að taka þátt???).
Horfði á rosalega mynd um daginn sem heitir Wild Things 2 (veit ekki afhverju þetta er mynd nr. 2, það eru ekki sömu leikarar, þetta ekki framhald...) en þessi mynd snýst um það að allir svíkja alla og maður veit ekkert hver er með hverjum í liði (reyndar er það frekar augljóst hvað gerist) Mjög svo vond mynd í alla staði en gaman af henni samt sem áður og í henni er eitt fyndnasta atriði sem ég hef séð, þegar einn gaur stekkur út úr flugvél með fallhlíf en þegar hann togar í spottann þá er búið að fylla fallhlífina með dagblöðum og þau þyrlast útum allt, alveg hreint magnað atriði...
Bróðir Aron er búinn að vera hérna á Krókatúninu síðan á sunnudaginn í stuttu stoppi áður en hann heldur heim til Bíldudals.

annars þakka ég fyrir í bili, ég er svo þreyttur að ég nenni ekki að skrifa meira... jess! frí á morgun!

Lag dagsins: Hoffman - The Others


föstudagur, maí 14, 2004

Góðir Íslendingar!

Sökum þess að tölvan mín hefur verið biluð núna í næstum 3 vikur þá hef ég ekki getað stundað bloggið mitt. En hún er núna kominn heim til sín aftur og innan tíðar mun bloggið hér byrja á ný. Ég vona að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum hjá fólki. Og vegna þessa máls sé ég mig ekki fært að mæta í konungsbrúðkaupið hjá Friðrik og Mary.


Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er 61 árs í dag!


P.S. Til hamingju með afmælið Óli (ekki skrifa undir neitt!)

Lag dagsins: Marilyn Monroe - Happy Birthday Mr. President

This page is powered by Blogger. Isn't yours?