föstudagur, júní 25, 2004
Ertu heyrnadaufur eða hvað!!!

Jæja núna á eftir er ég að fara að vinna niðrá Breið, en þar eru að spila í kvöld engir aðrir en hinir kyngilmögnuðu rokkarar í TÝR frá Færeyjum. Það verður sko tekinn færeyskur þjóðdans á gólfinu þar í kvöld, það er nokkuð víst. Svo á morgun verð ég einnig að vinna í dyrunum á Breiðinni en þá mun hinn ilhýri Páll Óskar leika á plötuspilara fyrir gesti og gangandi. Þannig að það er nóg að gera.
p.s. allir að muna að kjósa á morgun!!
Lag dagsins: TÝR - Ormurinn langi

Jæja núna á eftir er ég að fara að vinna niðrá Breið, en þar eru að spila í kvöld engir aðrir en hinir kyngilmögnuðu rokkarar í TÝR frá Færeyjum. Það verður sko tekinn færeyskur þjóðdans á gólfinu þar í kvöld, það er nokkuð víst. Svo á morgun verð ég einnig að vinna í dyrunum á Breiðinni en þá mun hinn ilhýri Páll Óskar leika á plötuspilara fyrir gesti og gangandi. Þannig að það er nóg að gera.
p.s. allir að muna að kjósa á morgun!!
Lag dagsins: TÝR - Ormurinn langi
fimmtudagur, júní 17, 2004
Hæ hó og jibbí jey og jibbí jey, það er kominn 17. júní!

Góðir Íslendingar ég vil óska ykkur til hamingju með daginn. Ótrúlegt en satt þá var bara gott veður á 17. júní, það hefur nú ekki gerst lengi.
Í gærkvöldi var ég að vinna í dyrunum á Breiðinni ásamt einvala mönnum, og það var enginn annar er sjálfur Love Guru sem bauð uppá skemmtidagskrá (1 2 Selfoss!!!) og stóð hann sig með stakri snilld. Reyndar var ég svo heppinn að vinna 4 miða á ballið, en þá vann ég á loveguru.is og var það Love Guru sjálfur sem hringdi í mig kl. hálf 11 í gærkvöldi og tilkynnti mér að ég hefði unnið miðanna, en þar sem ég var að vinna framseldi ég þá til Siggu og hún bauð öllum vinum sínum á ballið.
Lifið heil...
Lag dagsins: Dúmbó & Steini - 17. júní

Góðir Íslendingar ég vil óska ykkur til hamingju með daginn. Ótrúlegt en satt þá var bara gott veður á 17. júní, það hefur nú ekki gerst lengi.
Í gærkvöldi var ég að vinna í dyrunum á Breiðinni ásamt einvala mönnum, og það var enginn annar er sjálfur Love Guru sem bauð uppá skemmtidagskrá (1 2 Selfoss!!!) og stóð hann sig með stakri snilld. Reyndar var ég svo heppinn að vinna 4 miða á ballið, en þá vann ég á loveguru.is og var það Love Guru sjálfur sem hringdi í mig kl. hálf 11 í gærkvöldi og tilkynnti mér að ég hefði unnið miðanna, en þar sem ég var að vinna framseldi ég þá til Siggu og hún bauð öllum vinum sínum á ballið.
Lifið heil...
Lag dagsins: Dúmbó & Steini - 17. júní
mánudagur, júní 14, 2004
Því miður hef ég ekki getað bloggað neitt uppá síðkastið vegna þess að ég var í fjölmiðlabanni, ég því hefur nú verið aflétt.
Reyndar ekki mikið að frétta hjá mér, allt voða rólegt og sona. En ég vil lýsa yfir áhyggjum mínum með mitt lið í NBA, sem er Los Angeles Lakers en þeir eru að spila við Detriot Pistons í úrslitunum og eru bara að skít tapa, staðan 3-1 og Pistons þarf bara að vinna einn leik í viðbót og þá eru þeir orðnir meistarar, en ég held í vonina og spái því að Lakers vinni næstu 3 leiki og klári þetta með stæl. Og fyrst við erum í íþróttunum þá vil ég einnig spá fyrir um EM 2004 í fótbolta, en hún byrjaði einmitt á laugardaginn var. Ég hef ákveðið að tippa á að Spánn verði Evrópumeistari í þetta sinn, og ef einhver hefur eitthvað á móti því þá má sá hinn sami hundur heita!!
Og svona í lokinn þá vil ég óska honum Rivers Cuomo til hamingju með afmælið í gær en þá varð hann 34 ára. En fyrir þá sem ekki vita þá er hann söngvari og gítarleikari Weezer.

Lag dagsins: Weezer - The Good Life
Reyndar ekki mikið að frétta hjá mér, allt voða rólegt og sona. En ég vil lýsa yfir áhyggjum mínum með mitt lið í NBA, sem er Los Angeles Lakers en þeir eru að spila við Detriot Pistons í úrslitunum og eru bara að skít tapa, staðan 3-1 og Pistons þarf bara að vinna einn leik í viðbót og þá eru þeir orðnir meistarar, en ég held í vonina og spái því að Lakers vinni næstu 3 leiki og klári þetta með stæl. Og fyrst við erum í íþróttunum þá vil ég einnig spá fyrir um EM 2004 í fótbolta, en hún byrjaði einmitt á laugardaginn var. Ég hef ákveðið að tippa á að Spánn verði Evrópumeistari í þetta sinn, og ef einhver hefur eitthvað á móti því þá má sá hinn sami hundur heita!!
Og svona í lokinn þá vil ég óska honum Rivers Cuomo til hamingju með afmælið í gær en þá varð hann 34 ára. En fyrir þá sem ekki vita þá er hann söngvari og gítarleikari Weezer.

Lag dagsins: Weezer - The Good Life
þriðjudagur, júní 01, 2004
Hvítasunnuhelgin...
Já það var nú ekkert hvítt við þessa helgi, þvert á móti sótsvart, allavega var maður orðin ansi svartur á tímabili... Já þriggja daga helgi veit aldrei á gott, helgin byrjaði rólega en á sunnudaginn (kenndann við hvítt) splæsti Sigga í partý, átti reyndar upphaflega að vera flokkstjórapartý en það var frekar frjálsleg mæting, og ekki laust við að vinur frænda vinar míns hafi litið við :) En partý-ið var samt sem áður gott. Eftir gott skrall og mikla drykkju... og meiri drykkju var haldið á ballið á Breiðinni með Í Svörtum Fötum. Þegar þangað var komið voru menn orðnir frekar sjeikí á því... Eftir 2-3 stóra fannst mínum tími til kominn að skreppa útfyrir og lepja á fersku næturloftinu. Rölti aðeins og settist í brekkuna fyrir aftan Breiðina, þar sem vinnustaðurinn minn er. Grasið var mjög þægilegt og einstaklega hentugt fyrir nætursetu. Hins man ég ekki hvað gerist næst, og veit ég ekki fyrr en ég vakna inná klósetti á Breiðinni, og hálft staffið bankandi á hurðina. Þá var klukkan orðin 4:30 og allir löngu farnir af ballinu. Þannig að ég rölti mér bara heim og lagði mig... má maður leggja sig! En það var verst að hafa misst af því að fara á Hlölla eftir djammið, þar sem hann var staddur hér á Skaganum um helgina, en ég bætti það reyndar upp daginn eftir og fékk mér þynnkuhlölla, þeir eru fínir, mæli með þeim.

Jæja, Paradise Hotel er að byrja...
Lag dagsins: Muse - Blackout
Já það var nú ekkert hvítt við þessa helgi, þvert á móti sótsvart, allavega var maður orðin ansi svartur á tímabili... Já þriggja daga helgi veit aldrei á gott, helgin byrjaði rólega en á sunnudaginn (kenndann við hvítt) splæsti Sigga í partý, átti reyndar upphaflega að vera flokkstjórapartý en það var frekar frjálsleg mæting, og ekki laust við að vinur frænda vinar míns hafi litið við :) En partý-ið var samt sem áður gott. Eftir gott skrall og mikla drykkju... og meiri drykkju var haldið á ballið á Breiðinni með Í Svörtum Fötum. Þegar þangað var komið voru menn orðnir frekar sjeikí á því... Eftir 2-3 stóra fannst mínum tími til kominn að skreppa útfyrir og lepja á fersku næturloftinu. Rölti aðeins og settist í brekkuna fyrir aftan Breiðina, þar sem vinnustaðurinn minn er. Grasið var mjög þægilegt og einstaklega hentugt fyrir nætursetu. Hins man ég ekki hvað gerist næst, og veit ég ekki fyrr en ég vakna inná klósetti á Breiðinni, og hálft staffið bankandi á hurðina. Þá var klukkan orðin 4:30 og allir löngu farnir af ballinu. Þannig að ég rölti mér bara heim og lagði mig... má maður leggja sig! En það var verst að hafa misst af því að fara á Hlölla eftir djammið, þar sem hann var staddur hér á Skaganum um helgina, en ég bætti það reyndar upp daginn eftir og fékk mér þynnkuhlölla, þeir eru fínir, mæli með þeim.

Jæja, Paradise Hotel er að byrja...
Lag dagsins: Muse - Blackout