<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Hver er maðurinn?



Hver er maðurinn?
 
24 24 over and out yeah! Það er hann Lúlli sem er afmælisbarn dagsins, 24 ára kappinn... Reyndar var mjög svo hörð keppni um titilinn því að Birgitta Haukdal er 25 ára í dag, en hún þurfti að láta í minni pokann, enda Lúlli með svaðalegan poka...

Lag dagsins: FM957 Allstarz & Paparnir - Sólstrandargæji

föstudagur, júlí 23, 2004

Jæja fallega fólk... smá föstudagsþraut...

Finnið þrjár villur...

Afmælisbarn dagsins er ofurrokkarinn og gítarhetjan Slash (Guns N' Roses, Velvet Revolver og Slash's Snakepit) en hann er 39 ára í dag...


Slash



Lag dagsins: Guns N' Roses - November Rain



þriðjudagur, júlí 20, 2004

Þvílíka veðrið maður... maður er næstum að fá leið á sólinni, nei kannski ekki. Aron kom á föstudaginn, viku of seint því hann ætlaði að koma á Írsku daganna, en það klikkaði eitthvað, en loks kom hann og þá var kátt í höllinni, Sigga farin í útilegu með stelpunum og við strákarnir réðum ferðinni á Krókatúninu. Á laugardaginn var alveg klikkuð bongó blíða, og þá fórum við (ég, Aron, Gunni, Tryggvi, Svandís og Harpa) niðrá Langasand, eftir miklar vanaveltur um hvort við ættum að fara í fótbolta, en þar sem við vorum frekar fáliðuð þá varð ströndin fyrir valinu. Byrjaði með voða saklausu rölti um ströndina en endaði með því að Svandís var stungin í fótin af RISAmarglittu. Eftir smá busl í fjöruborðinu, rifu allir sig úr og fóru í strandvarðarleiki og ýmislegt annað, reyndar náði ég ekki að fara úr áður en ég blotnaði og eftir að ég lenti harkalega á hafsbotninum við það að reyna blotna ekki fækkaði ég fötum og tók almennilega á sjónum. Þegar við höfðum smakkað á sjónum í dágóða stund fundum við RISAmarglittu sem var hálfströnduð í fjörunni, en hún var á stærð við bíldekk, og Gunni prófaði að pota í hana með priki til að athuga hvort að hún væri lifandi og til að svara því stakk hún Svandísi í fótinn, en því miður þá var engum mál að pissa... En svo drifum við okkur heim því við vorum á leiðinni uppá Fögrubrekku í mat til Gunnhildar, en hún bauð okkur þangað í tilefni afmælis síns. Þegar við komum þangað beið okkar dýrindis matur, innbakað lambafill með öllu tilheyrandi. Og eftir að allir voru búnir að éta á sig gat og meira en það, þá var borinn fram eftirréttur, og var það sjúffle (held ég) allt saman algjör sjúkheit. Svo tók við almenn drykkja og stóð hún langt fram á nótt, eða þangað til að við Aron röltum okkur heim og tók það góðan klukkutíma enda leiðin löng, en á leiðinni fundum við ýmislegan varning, t.d. 2 úlpur (en þær pössuðu ekkert) eitthvað fleira. Þegar við loksins komu heim kenndi Aron mér að gera Brambert, sem eru pylsur (nei það er Uuuuu) með meira en öllu, reyndar átti ég ekki bakaðar baunir en þrátt fyrir það voru þetta dýrslegar pulsur. Sunnudagurinn fór í chillað chill með chilluðum chilli... Þegar Sigga kom heim þá grilluðum við og eftir matinn þá hélt Aron heim á leið til Bíldudals. Svo horfðum við á Shrek 2 um kvöldið, hún var ágæt en mér fannst fyrri myndin mikið fyndnari.
 
Allavega takk fyrir og bless og Chris Cornell (söngvari Soundgarden, Audioslave og  Temple of the Dog), til hamingju með fertugsafmælið
 
P.s. Franz Ferndinand heldur tónleika hérna á Íslandi í desember!!!
 
Lag dagsins: Chris Cornell - Can't Change Me 
 

sunnudagur, júlí 11, 2004

Fín helgi að baki, Írsku dagarnir gengu mjög vel held ég , tæplega 10.000 gestir í bænum og svaka stuð. Hápunkturinn var svo á laugardeginum, en þá buðum við í svaka partý, mikil gleði og margt um manninn. Fólk kom meira að segja alla leið frá Vestmannaeyjum. Farið var í marga skemmtilega leiki, og sló leikurinn "bank bank" ærlega í gegn. Svo þegar líða tók á nóttina voru flestir orðnir frekar dansóðir og var tími til kominn að skella sér niðrá bryggju og fara á Lopupeysuballið með Pöpunum og Skítamóral. Þegar við höfðum rölt þangað var þvílíkur mannfjöldi að annað eins hefur ekki sést lengi. Mega stemning og allir mjög kátir. Maður sá mörg gamulkunnug andlit sem að maður hafði ekki séð lengi. Svo hitti ég líka Robba bróður og Bergþóru, alveg blekuð að koma úr einhverju brúðkaupi... Ég held að Skítamórall hafi spilað alveg til 4, þannig að gleðin stóð mjög lengi. Svo þegar allt var búið var komið að því að fá sér að borða, það var svo gríðarlega löng röð á Hlölla að ég varð að fá mér vöfflu í Vöffluvagninum á meðan ég beið. Svo þegar Sigga kom með Hlöllana okkar var hún búin að týna kortinu mínu, og ekki nokkur leið að finna það aftur þarna í öllum fjöldanum, þannig að ég hringdi og lét loka því. Þegar snæðingurinn var búinn þá röltum við heim, ég, Sigga, Anna og Ólöf... reyndar bar ég Önnu Láru á bakinu heim. Svo þegar við voru næstum komin heim (rétt hjá rúnt beyjunni) þá hittum við Davíð Minnar og Birgittu og þau sögðust hafa fundið kortið mitt hjá Verslun Guðmundar B. Hannah... hmmm hvernig komst það þangað, maður fær sennilega aldrei að vita það, en ég þakka þeim fyrir að koma kortinu til skila. Fleira verður ekki ritað hér um þetta kvöld, en við látum myndirnar tala sínu máli... takk fyrir mig

PartýSvandís, Olli, Sigga (hvað eru þau að gera??) og Krissa

Svanberg og SammiFríða og Bára

Sammi og Valli á HlöllaÉg og Gréta

Nettur gaur með hattSigga og Hildur

Ég með Hlöllann minnSleikisleik...


Lag dagsins: Hoobastank - The Reason


fimmtudagur, júlí 08, 2004

Jæja í gær fór ég í sérdeilis prýðilega ferð til Reykjavíkur, því að ég var að fara á tónleikana með Placebo. Þegar við komum að Laugardalshöllinni (ég og Gunni) þá var biðröð alveg uppá Laugarveg eða allavega langleiðina. Hún gekk þó ágætlega þegar hún fór af stað. Við komum okkur fyrir nokkuð framarlega og biðum þar eftir að allt byrjaði. Maus stigu á svið á slaginu átta, og voru þeir helvíti þéttir, jafnvel bara bestu tónleikar sem ég hef séð með þeim. Þeir spiluðu í 40 mínútur bæði gömul og eitthvað af nýju efni líka. Þeir fá mjög góða einkunn fyrir sína frammistöðu. Svo tók við góð pása á meðan að það var verið að stilla upp öllu fyrir Placebo. Svo klukkan u.þ.b. c.a. akkúrat rúmlega níu byrjaði Placebo showið. Fyrsta lagið sem þeir tóku var Taste in Men, þar sem að "stage" hljóðfæraleikararnir byrjuðu, svo kom hljómsveitin, einn í einu inn á sviðið. Ansi hreint skondnir þessir tveir auka tónleikameðlimir, kall og kona svona bæði á fertugsaldri myndi ég giska á. Og þeim var stillt upp sitthvoru megin við trommusettið og voru bæði með hljómborð fyrir framan sig, þannig að lítið færi fyrir þeim, fengu ekki mikið ljósashow á sig, en svona rétt aðeins. Konan spilað bara á hljómborðið og svo líka tambórínu svona einstöku sinnum. Kallinn hins vegar spilaði á bæði gítar og bassa til skiptis við bassaleikarann, og svo spilaði hann eitthvað líka á hljómborðið. Mjög svo virðulegur kall í jakkafötum og maður myndi ekki trúa því að hann væri að spila með Placebo ef maður sæi hann útá götu. Hins vegar þá spilaði bassaleikarinn, hinn sænski Stefan Olsdal, eiginlega meira á gítar heldur en bassa, og spilaði meira að segja á hljómborð í einu lagi. Söngvarinn og aðal frontinn í bandinu Brian Molko var stífmálaður að vanda og hefði hvaða kona sem er dauðskammast sín við hliðina á honum. Þeir félaganir (Brian og Stefan) þurfa sjálfsagt engar grúppíur, þegar þeir hafa hvorn annan eftir tónleika. Stefan var nefnilega líka málaður um augun, með makara og augnskugga, svo var hann í glimmer hlírabol og með leðurbönd um hálsinn. Og sýndu þeir oft ansi samkynhneiðga tilburði, þó ekki á hvor öðrum. Fyrri hlutann af tónleikunum spiluðu þeir svona frekar óþekkt lög. Og það var ekki fyrr en eftir 9 lög að Brian sagði eitthvað, og sagði meðal annars að Ísland væri Fucking Amazing. Eftir það tóku þeir bara hittara sem að vel flestir þekktu, m.a. Special Needs, With Out I’m Nothing og Special K. Svo voru þeir nottla klappaðir upp þegar þeir "hættu", uppklappið er nottla bara formsatriði. Tóku þá 2 lög til viðbótar en voru klappaðir upp aftur, og þá tóku þeir önnur 2 lög, og enduðu tónleikanna á Nancy Boy (af fyrsta disknum þeirra). Mér fannst samt að þeir hefðu mátt taka einhver coverlög, eins og Where is My Mind eða Bigmouth Strikes Again eins og þeir gera oft.
Já bara helvíti skemmtileg stemmning verð ég að segja og flottir tónleikar, spiluðu í tæpa 2 tíma. Og hafa þeir sjálfsagt haldið til Austurríkis í dag, en þeir eru að spila þar á morgun. Svo horfði ég á DVD diskinn þeirra (Soulmates Never Die – Live in Paris 2003) í dag svona rétt til að rifja upp stemmninguna frá því í gærkvöldi.

Svo ætla ég að setja hérna Setlistann, ég held að hann hafi verið nokkurn veginn svona:

Taste in Men
The Bitter End
Every You Every Me
Allergic
Protect Me From What I Want
Plasticine
Sleeping With Ghosts
Black Eyed
I'll Be Yours
Special Needs
English Summer Rain
Without You I'm Nothing
This Picture
Special K
-uppklapp 1-
Slave to the Wage
Pure Morning
-uppklapp 2-
Centrefolds
Nancy Boy


En svo eru það Írsku dagarnir um helgina, og þá verður nú tekið á því bíst ég við, enda svarti maður á leiðinni í bæinn... passið ykkur!

Lag dagsins: Placebo - Nancy Boy

miðvikudagur, júlí 07, 2004



Placebo


Jæja núna á eftir er maður að fara skella sér á tónleika með Placebo í Laugardalshöllinni og svo eru það nottla Maus sem hita upp og það er nú ekki verra. Þannig er nú það og ekkert meira um það að segja...

Lag dagsins: Placebo - Special K


föstudagur, júlí 02, 2004

Hvað í ólukkanum er í gangi hérna...

Nú er minn uppgefinn, eða svona allt að því, ekki nóg með það að ég hafi verið alla vikuna að rífa þakið af Fjölbrautarskólanum (eða sko sú bygging þar sem gamli salurinn er) og þar undir hefur verið starfrækt eitt stærsta dúfnavarp á Norðurlöndum síðari ár. Svo í kvöld var ég að hjálpa Ellu að flytja, en hún er að yfirgefa Krókatúnið eftir stutta dvöl en fer ekki ekki svo ýkja langt, heldur uppá Háteig 1, svo eru hins vegar þeir félagar á Kirkjubrautinni að fara leigja íbúðina hennar Ellu, og eru að fara flytja þangað á morgun þannig að það verður nóg af innflutningspartýum á næstunni!!

Skvísan Lindsay Lohan sem lék í stórmyndinni Freaky Friday er 18 ára í dag og bið ég að heilsa henni, en það var hins vegar ofurbomban hún Pamela Anderson Lee Rock eitthvað... sem átti 37 ára afmæli í gær bara svona ef þið væruð búinn að gleyma því...

Marlon Brando: 1924-2004. Vil svo í lokin votta þessum stórleikara virðingu mína, en hann lést í gær..

Marlon Brando: 1924-2004


Lag dagsins: Lindsay Lohan - Ultimate

This page is powered by Blogger. Isn't yours?