<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 25, 2004

Mongóliti já!




Jú mikið rétt það er kominn 25. október 2004 og hvað þýðir það, jú hann Gunnar er orðinn stór strákur, hann er nebbla 25 ára í dag! En þessi mynd er einmitt tekinn þegar hann fagnaði þessu stóra áfanga :) Og svo er það bara kaffi og kökur á eftir... vona ég :)

En já þjónustufulltrúinn mætti galvaskur til vinnu í morgun kl. 9, og svei mér þá að ég hafi ekki bara selt Símann, eða svo gott sem, ég lofa alla vega að selja á næstu dögum :) Skjár 1 mætti og tók viðtal við kallinn á sínum fyrsta degi, enda ekki á hverjum degi sem slíkir eðal menn taka til hendinni.

En nóg um það, ég er farinn... þið ráðið hvort þið komið með eða ekki...

Lag dagsins: Eric Prydz - Call On Me



fimmtudagur, október 21, 2004



Lilja afmælisbarn


Við rjúfum þessa útsendingu vegna áríðandi tilkynningar, hún Lilja á afmæli í dag og vil ég biðja fólk að standa á lappir og gef henni gott klapp... takk fyrir...
Fór í bíó áðan á Blindsker sem er heimildarmynd um Bubba Morthens eins og kannski flestir ættu að vita... alveg þokkaleg mynd, en ég bjóst nú við meiru, fannst hún soldið óskýr mikið hlaupið yfir sögu og mörgu sleppt, enda kannski ekki annað hægt því mikið um að fjalla og þyrfti hún að vera helmingi lengri til að geta fjallað um allt. Svo fannst mér of lítið af gömlum myndum. Margar góðar klippur frá Hemma Gunn og Poppkorni í umsjá Jóns Ólafs og Stebba Hilmars, svo var Sigmundur Ernir alveg einstaklega hommalegur í einhverri tíglapeysu að taka viðtal, en best var þegar Þorgeir Ástvaldsson var að kynna eitthvað með Bubba, en það var risastórt blóm fyrir framan hann og þurfti að beygja hausinn til sjást í mynd, það var æðislega fyndið... en ágætis mynd þrátt fyrir allt.

Síðasti dagurinn á morgun í vinnunni... klöppum fyrir því...

Lag dagsins: Bubbi Morthens - Blindsker



miðvikudagur, október 20, 2004

Bráðum koma blessuð...
Jæja ég heyrði fyrsta jóladjingulið í dag, já gott fólk, jólaauglýsingarnar eru byrjaðar og enn rúmir tveir mánuðir til jóla... þetta er bil...
Jæja í dag gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, sagði upp vinnunni minni hjá Trésmiðju Þráins... einhverntíman er allt fyrst, því að þannig er mál með vexti, að þeir hækka... nei ég meina ég er kominn með vinnu hjá Símanum, og ég held að mitt offical working class hero stage name á nafnspjaldinu sé Þjónustufulltrúi, virðulegt heiti þykir mér... og byrja ég þar á mánudaginn... þannig að engin dónasímtöl á minni vakt!

Síminn, við hjálpum þér að láta það gerast


Lag dagsins: Groove Armada - I See You Baby!


þriðjudagur, október 19, 2004

Ætli ég verði ekki að fara herða mig í þessu... bloggheimar hafa eignast 3 nýja bloggara... eða réttara sagt endurheimt 2 og fengið 1 nýjan... en það eru Gunni, Gummó og Tryggvi og munu þau sjá um að trylla lýðin næstu vikurnar með hápólítískum og málefnalegum umræðum um daginn og veginn...
Annars held ég bara að veðrið sé að ganga af göflunum, það er ekkert sérlega spennandi að keyra til Reykjavíkur á morgnanna til að vinna og sjá allar rúturnar og bílana á hvolfi fyrir utan veginn...
Kynntist nýrri hljómsveit í dag, sem heitir Rooney (ekki eftir Wayne Rooney, ekki frekar en að Keane sé skýrð í höfuðið á Roy Keane) en hún er frá Los Angeles er búin að gefa út einn disk og er ég einmitt að hlusta á hann núna og líkar vel...

Sem sagt... veður vont, bjór gott!

Lag dagsins: Rooney - I'm a Terrible Person


This page is powered by Blogger. Isn't yours?