<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 31, 2004

Gamlársdagur
Jæja... þetta er bara að verða búið, það er að segja árið, eða eins og segir í kvæðinu, Nú er árið liðið í aldana skaut, og aldrei það kemur til með að baka...
Ég vil þakka fyrir gott blogg ár og megi bloggin verða betri og fleiri á nýju ári
Gleðilegt nýtt ár og hafið gott í kvöld, og munið bara þessa 4 mikilvægu punkta, éta, drekka, skaupa og skjóta!

Lag dagsins: Green Day - Boulevard Of Broken Dreams

2004
2004
2004
2004
2004



föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól!
Ég vil óska þér og öllum hinum gleðilegra jóla og vona að allir verði feitir og fínir í kvöld eftir maraþon steikarát. Elskið friðinn og strjúkið kviðinn...

Lag dagsins: Heims um ból


fimmtudagur, desember 23, 2004

Þorláksmessa...
Skötudagur enn eina ferðina runninn upp, og lítið sem maður getur gert við því. Eða hvað, því í dag voru stofnuð Samtökin BORÐUM EKKI SKÖTU! og þegar ég síðast vissi þá voru meðlimir orðnir 7... Nokkuð gott, þannig að ég var að spá að stofna ný samtök á morgun, Samtökin BORÐUM EKKI RJÚPU Á JÓLUNUM ÞVÍ ÞAÐ ER BARA RUGL (skammstafað BERÁJÞÞEBR) ég hugsa að það gætu verið sterk félagasamtök. Annars er bara rólegt í vinnunni þessa stundina, og bara rétt klukkutími eftir...

en þangað til hafið það gott... á morgun koma jólin og þá mun ég koma með einhvern jólapistil...

Lag dagsins: Laddi - Ég fer alltaf yfir um jólin

1 dagur til jóla... Kertasníkir kemur í nótt...



sunnudagur, desember 12, 2004

Geisp.... já menn eru þreyttir á sunnudagskvöldum, enda mikið um að vera hjá kallinum um helgina. Fórum á Hárið í gær, þ.e.a.s. ég, Siggi, Anna María og Guggi, ég var nú reyndar búinn að fara áður í sumar og Guggi líka, en hvað með það. Fengum okkur pezzu á Horninu áður við fórum á sýninguna, og var hún bara prýðis fín skal ég segja ykkur. Guggi mætti með dýrari týpuna af spilandi jólabindi sem gerði mikla lukku. Við vorum í smá tímaþröng, (því við þurftum að koma við í Háteigskirkju á leiðinni) og var maturinn étinn á mettíma. Sýningin var fín (fannst hún reyndar betri í fyrra skiptið sem ég sá hana), fullt af túttum og typpum. Svo þegar því var lokið var ferðinni heitið í höfuðból hnakkanna, já 1 2 Selfoss á ball með Sálinni. Reyndar urðu fyrst nokkrar mannabreytinar, Sigurður hélt heim á leið, en Maren Rós kom sterk inn af kanntinum og Guggi settur undir stýrið. Og svo var ekið af stað. Sumir voru heldur eigingjarnir á eplasnafsinn og létu ekki flöskuna af hendi, já eða af vörum. Svo þegar komið var á Selfoss, eða í Hvíta húsið þá var dansinn stiginn nokkuð þétt fram eftir nóttu, annars var liðið þarna frekar sjekí að sjá enda spes þjóðflokkur, en sjálfsagt vænsta fólk svona inn við beinið. Lauslátt kvennfólk og nördalegir gaurar var svona megin þema kvöldsins. Allt fór þetta þó fram mjög frið og siðsamlega. Einhverjir samskipahnökrar voru þó innan hópsins og erfitt reyndist að finna fólk aftur ef maður brá sér frá, en það bestnaði nú eftir því sem leið á. Þegar Sálverjar höfðu lokið sér af langaði okkur til að flýta okkur heim enda löng leið fyrir höndum og fólk orðið misdasað. Fengum ferðafélaga á heimleiðinni, en það var enginn annar en Guðmundur Jónson gítargúrú Sálarinnar. Við skutluðum honum heim (ef þið viljið vita hvar Gummi á heima þá, sendið mér þá bara meil.) Það skal ósagtlátið hvort hann fór einsamall heim eða ekki. Hann gleymdi líka nýja U2 disknum sínum í bílnum hjá Gugga, hann er sjálfsagt mjög sár því hann lofsamaði diskinn alla leiðina, en honum verður komið til hans. Því næst lá leiðin upp á Skaga, með stuttu stoppi í Sjelekt.
Meira síðar...

Lag dagsins: U2 – A Man and a Woman

12 dagar til jóla... og Giljagaur kemur í nótt...

fimmtudagur, desember 09, 2004

Og það var ekki fyrr en ég sá bílinn að hann var blár, og talandi um það, þá var mér hent á nýliðanámskeið hjá Símanum í gær, allt gott með það, þurfti ekki að gera mikið annað en að sitja og fylgjast með glærusjói. Nú eftir það fór ég í Smáralindina, reyna að nota síðustu dagana sem ég er maður einsamall til að versla eitthverjar jólagjafir handa konunni. En ég var samt ekki búinn að fara upp einn rúllustiga þegar ég sé Birgittu Haukdal og Dr. Gunna á sömu 5 sekúntunum, það er þá þarna sem fræga fólkið heldur sig, og þau voru ekki að árita... svo lá leið mín á klósettið, en ég sneri við það út aftur med de samme, því að það hafði greinilega einhver ekki hitt oní því það var risa lelli útflattur á gólfinu, alls ekki fögur sjón að sjá fyrir mann á mínum aldri...
Þannig að ég dreif mig þaðan út og kom við í höfðustöðvum Norðurljósa og sótti þar Jan Mayen geisladisk sem ég vann á X-inu fyrir nokkrum vikum síðan, svo var ég næstum búinn að keyra á Sigga storm á leiðinni útaf svæðinu, en hann rétt slapp.
En meira um það seinna, sæl að sinni.

Lag dagsins: Jan Mayen - On a Mission

15 dagar til jóla...


mánudagur, desember 06, 2004

Station helgi... alveg bara
Jæja það var tekið vel á því á um helgina, byrjaði strax eftir vinnu á föstudaginn, þá lá leiðin á Hótel Glym sem staffinu í Símanum á jólahlaðborð. Þar var étið vel og innilega og drukkið með, fínasti matur, ég fékk mér meira að segja önd. Þegar við komum uppá Skaga aftur þá var komið við á Mörkinni svona til klára kvöldið. Nú á laugardeginum þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni, ekki þýddi að að sitja heima og bora í nef. Nú var NASA málið, Sálin lék fyrir dansi þar og stóðu sig vel. Siggi Trukkur, Árni, Anna María og Silvía Llorens voru með í för, en svo bættist Guggi við hópinn, en hann var að hlýða á Stranglers fyrr um kvöldið. Fín stemmning, mikið drukkið og allir voru helvíti fullir (nema Anna, hún var einkabílstjóri, og keyrði okkur um á eðaldrossíunni). Fishermans Friend var teigaður vel og innilega, enda mikið kvef í gangi. Mikið af eðaltöppum voru á svæðinu, eins og t.d. Ívar Guðmunds, Valtýr Björn, Ásgeir Kolbeins og einhverjir fleiri sem man ekki eftir... sumir skoruðu, sumir ekki... en hér eru örfár myndir
Það var því heldur mikil þrekraun að vakna á sunnudeginum, rífa sig upp og gera sig klárann fyrir annað jólahlaðborð, og í þetta skipti var það hele familien sem át allt sem til var á Rauðará. Allt frá grafinni gæs upp í hamborgarahrygg... Góður matur, góður staður, góður draumur maður...
Þá er maður bara búinn að stikla á stóru, fleira verður ekki gefið upp...

Lag dagsins: Maus - Over Me, Under Me

18 dagar til jóla...


This page is powered by Blogger. Isn't yours?