<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 28, 2005

Jæja er eitthvað vit í þessu...held ekki, en samt
Stórfrétt vikurnnar hjá DV er ekki þetta Íraksmál eða neitt í þeim dúr, neeeeiiiii það sko "ást í Idolinu" þrjá daga í röð er það forsíðufrétt að Helgi og Brynja séu orðin par... já þetta er alveg stórmerkilegt, hehe, það verður fróðlegt að sjá hvað þeir skrifa eftir þáttinn í kvöld...
En já er að fara í leikhús á laugardaginn, á Vodkakúrinn í Austurbæ, það verður nú eintóm gleði býst ég við.
Og svona í lokinn þá vil sé benda ykkur þetta, alveg stórmerkilegt... þetta er algjör snilld, en samt geðveiki...

Súper Mario lagið spilað á gítar
Súper Mario lagið spilað á píanó

takk og bless
p.s. til hamingju með daginn Krissa!!!

Lag dagsins: White Stripes - Jolene


sunnudagur, janúar 16, 2005

Heil og sæl... svakalega er þetta eitthvað týpískur sunnudagur... líður bara áfram og ekkert gerist og áður en maður veit af er hann búinn og skilur ekkert eftir sig nema stóra óútskýrða eyðu í lífi manns. En ég er búinn að eignast nýjan vin, og það er sloppurinn minn sem keypti um síðustu helgi, alveg hreint yndislegt fyrirbæri, maður þarf engin önnur föt þegar maður á svona gaur, það er nokkuð ljóst, þvílíkt frjálsræði.
Dreymdi enn einu sinni köngulær í nótt... hvað er málið, í þetta skiptið var það risa tarantúlla sem var búin að gera sér ógurlegt bæli upp í horninu á herberginu mínu, getur einhver ráðið þetta og hvernig stendur á því að mig dreymi endalaust köngulær??? Dreymdi reyndar um daginn að ég væri að hálshöggva hænur með stunguskóflu, á meðan að fjölskylda og vinir söfnuðu hænunum saman og settu þær fyrir fram mig... ekki spyrja mig.
Jæja núna er vika síðan að Sigga fór aftur út til Danmerkur, og heimilið er í rúst.... nei nei, það hefur aldrei litið eins vel út, allt saman undir kontról sko...

Svo vil ég bara segja ykkur að það er komin ný rokkútvarpsstöð, X-FM 91.9

Hmmm eitthvað fleira, held varla, ef þið hafið ekkert að gera í nótt þá getið þig horft á Golden Globe verðlaunin á Stöð 2...

Lag dagsins: Embrace - Gravity


fimmtudagur, janúar 13, 2005

Það var heldur leiðinlegur morgun (í morgun) þegar ég var á leiðinni í vinnuna (Síminn, við hjálpum þér að láta það gerast) og ég ætlaði að hlusta á Tvíhöfðann minn á X-inu... eða Skonrokk... en nei það er búið að loka þessum báðum útvarpsstöðum (og Stjörnunni 9.43 líka)... hvað er að gerast, eru menn gjörsamlega búnir að tapa sér þarna uppá Lynghálsi. Svona gerist ef að OgVodafone fær að ráða öllu, þeir eru ekki að standa sig í þessum útvarpsmálum, skítapakk segi ég! Ég verð virkilega svektur ef að þetta á að vera svona, og ég vona að einhverjir góðir menn taki sig saman og reysi þessar stöðvar aftur upp frá dauðum. Nú þarf maður bara að hlusta á Rás 2 eins og í gamla daga.

Ég kveð ykkur með tárin í augunum...

Lag dagsins: Goldfinger - January


This page is powered by Blogger. Isn't yours?