<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 14, 2005

Jæja... lítið annað að gera en að blogga smá hérna. Annars er frekar lítið að frétta, Valentínusardagurinn er í dag og allt gott um það segja. Annars vil ég samgleðjast félögum mínum í Green Day fyrir að hafa unnið í gærkvöldi Grammy verðlaunin fyrir bestu rokkplötuna 2004, American Idiot, enda snilldargripur þar á ferð.



Hmmm já horfði á tvær bíómyndir í gær, fyrst Envy (með Ben Stiller og Jack Black) og mér fannst hún helvíti góð, kom skemmtilega á óvart.



Svo síðla kvölds horfði ég á The Grudge, sem endurgerð af japaskri hryllingsmynd, og ég verð nú bara að segja hún er frekar spúgíbúgí, þá sérstaklega fyrir hvað það var alltaf ógeðslegt hljóð í myndinni, hélt manni alveg á tánnum og fékk hárin til að rísa. Já Japanir kunna alveg að gera hryllingsmyndir, þeir mega eiga það.



En ég nú ekki að hafa þetta neitt mikið lengra í bili, enda er það ekki ráðlegt. Hafið það gott

Lag dagsins: Green Day - Whatsername





fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Heil og sæl



Var að enda við að horfa alveg hrikalega leiðinlega og tilgangslausa mynd, dauði og djöfull... var að horfa á The Village, (eftir sama leikstjóra og Sixth Sence, sem er ein besta mynd sem ég hef séð) en þarna gerði indverjinn alveg uppá bak að mínu mati, búinn að fá sér aðeins of mikið af karrí held ég... átti að vera rosalega spúkí og eitthvað en ekki tók ég eftir því, alveg steindauð.
Heyrðu það var nú skemmtilegur dagur í gær, öskudagurinn... með tilheyrandi syngjandi nammisníkjandi krökkum. Ég verð nú að gefa þeim falleinkunn fyrir lélegt lagaval (Bjarnastaðabeljurnar bauluðu mjög mikið í gær!) og metnaðarleysi í búningum. En sumir stóðu sig nú ágætlega og höfðu greinilega æft sig, en ég vil sjá meiri metnað á næsta ári.
Og viti menn, ég og Pozinn erum að fara til Danaveldis í mars, og þá verður sko bærinn málaður rauður (og blár) og það er aldrei að vita nema maður kíki til hennar Siggu ef að tími finnst til :)

jæja annað var það ekki...

Lag dagsins: Mando Diao - Cut the Rope



This page is powered by Blogger. Isn't yours?